Skinfaxi - 01.05.2000, Side 26
Greipur Gíslason heitir ungur
dugmikill ísfirðingur. Hann
stundar nám við Menntaskólann
á ísafirði á veturna en er hrókur
alls fagnaðar yfir sumartímann.
Hann er stofnandi og
rekstrarstjóri Morrans, leikhóps
á ísafirði. Hann er skátaforingi
og þá vinnur hann fyrir
Svæðisútvarpið í fyrrgreindu
bæjarfélagi auk þess sem hann
starfar sem fastapenni fyrir
unglingablaðið Smell. Greipur
lætur þó ekki þar við sitja og á
dögunum tók hann að sér að
vera einn af forsvarsmönnum
ungmennaráðstefnu sem haldin
verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 12.
október og ber yfirskriftina „Jeg
tarf ekki sjuss”. Ráðstefnan er á
vegum Ungmennafélags íslands
og áætlunarinnar ísland án
eiturlyfja. Við fengum Greip til
að segja okkur frá sjálfum sér
og ungmennaráðstefnunni.
- Morrinn - hvaö er þaö?
„Morrinn er leikhópur frá ísafirði sem ég og félagar mínir stofnuðu
fyrir tveimur árum. Leikhúsið Morrinn er fyrir krakka á aldrinum 12Ð16
ára og er rekið af bænum. Við erum með 15 leikara í sumar og einn
faglærðan leikstjóra sem stýrir hópnum. Morrinn er hugsaður sem
bæjarleikhús og við tökum meðal annars á móti skemmtiferðaskipum sem
koma til Isafjarðar og framreiðum þjóðlega dagskrá fyrir gesti og svo
heimsækjum við leikskóla bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Við sýnum þó
ekki eingöngu á Isafirði heldur víðar um landið. Þetta hefur gengið mjög
vel og okkur hefur alls staðar verið vel tekið."
- Svo ertu eitthvaö aö vinna í útvarpi?
„Já, ég hef verið að vinna á Ríkisútvarpinu á Isafirði, núna aðallega í
auglýsingum, ég les þær og vinn. Svo hef ég verið að reyna fyrir mér með
innskot í dægurmálaútvarp Rásar 2. Eg hef líka leyst fréttamenn af."
- Hefur þú mikinn áhuga á aö starfa viö fjölmiöla?
„Já, ég hef það en það hefur komið ósjálfrátt. Ég hef starfað í útvarpinu
og síðan hef ég skrifað í unglingablaðið Smell. Svo hef ég verið að reyna
fyrir mér sem lausapenni."
- ísafjöröur er ekki stórt bæjarfélag og því getur maöur ímyndaö
sér aö þaö sé ekki margt fréttnæmt aö gerast á hverjum degi. Gætu
kannski týpískar fréttir í gúrkutíöinni verið eitthvað á þessa leiö:
Rollan Svarthvít bar þremur lömbum í gærkvöldi og heilsast
lömbunum og Svarthvíti vel en illa fór fyrir fööur þeirra Hrúti en hann
missteig sig í fagnaðarlátunum og fótbrotnaöi?
„Nei, ekki get ég sagt það. En aftur á móti hafa dottið inn furðulegar
fréttir hjá okkur í gúrkunni. En það er yfirleitt af nógu að taka þar sem við
erum útvarp allra Vestfjarða."
- Hvernig er aö búa á ísafiröi?
„Mér finnst það mjög gott. I sveitarfélaginu búa 4.500 manns og það er
mikið meira en nóg að gerast hérna ef þú vilt hafa nóg fyrir stafni. Hérna á
Isafirði fer enginn tími í það að gera ekki neitt eins og á
höfuðborgarsvæðinu. Því hér eru vegalengdirnar svo stuttar og þú þarft
t.d. ekki að sitja í strætó í hálftíma til að komast þangað sem þú ert að fara.
Því nýtist tíminn hérna mjög vel. Nú ef fólki leiðist þá eru þrjár ferðir á dag
með flugi til Reykjavíkur þannig að auðvelt er að skreppa í bæinn."
jeg tarf
ekki sjuss
- Þú starfar fyrir skátana á ísafirði og ert þar skátaforingi. Fyrst viö
erum aö fara aö ræöa um ungmennaráöstefnuna og forvarnir þá leikur
mér forvitni á aö vita hvort í reglugerð skátanna sé eitthvaö um
áfengisdrykkju?
„Ja, það eru óskrifaðar reglur að í skátunum eigi ekki að vera vín.
Skátar mega því ekki drekka í skátastarfinu en ef ég ætlaði að byrja á því
að drekka þá yrði mér ekki vísað úr skátafélaginu."
- En snúum okkur aftur aö ráöstefnunni sem
Ungmennafélagiö og áætlunin ísland án eiturlyfja