Skinfaxi - 01.05.2000, Qupperneq 28
standa fyrir í október. Um hvað snýst hún
og hvert er markmiöið með henni?
„Við erum kannski að fara dálítið nýjar
leiðir í þessu sem er kannski mér að kenna því
ég er orðinn dálítið leiður á þessum
hefðbundnu vímu- og forvarnarátökum. Við
ætlum að kynna fyrir unglingum á
menntaskólaldri hvað þau geta gert sér til
skemmtunar án þess að að vera í einhverju
rugli og vitleysu. Ég vil að orðin vímu- og
forvarnir verði bannorð á ráðstefnunni því við
ætlum að vera á jákvæðu nótunum. Við ætlum
að sýna fram á hvaða möguleikar eru í boði
fyrir þennan aldurshóp með því að fá unga
Ef unglingarnir
hafa nóg að gera
þá lenda þeir
síöur í
vandræðum og
hafa auk þess
minni tíma til að fá
sér í glas
fyrirlesara af öllu landinu á ráðstefnuna. Þau
ætla síðan að segja okkur hvaða skemmtilegu
hluti þau hafa verið að gera í sinni
heimabyggð. Á þessari ráðstefnu verða bæði
stór og fræg eyru, t.d. ráðamenn þjóðarinnar
og blaðamenn, sem fá upplýsingar um hvað er
að gerast í landinu. Einnig fá öll sveitarfélög
boð um að senda ungling frá sínum landshluta
til að koma sem áheyrnarfulltrúi. Hann glósar
hjá sér hvað er að gerast og getur síðan fylgt
því eftir í sinni heimabyggð."
- Aö hafa eitthvaö fyrir stafni - er það
virkasta forvörnin í dag?
„Já, ég tel það. Ef unglingar hafa nóg að
gera þá lenda þeir síður í vandræðum og hafa
auk þess minni tíma til að fá sér í glas. Þetta er
bara staðreynd sem bæjarfélögin þurfa að stíla
inn á. Þau þurfa að vera vakandi og geta boðið upp á næga afþreyingu fyrir
unglinga á aldrinum 16 til 20 ára. Ég veit nefnilega að í mörgum bæjarfélögum
dettur öll starfsemi fyrir unglinga á þessum aldri niður. Þetta eru mikil viðbrigði
fyrir þau því í grunnskólanum eru þau á kafi í verkefnum og hafa af nógu að taka.
Það má ekki skera svona snöggt á þetta."
- Ráðstefnan ber yfirskriftina „Jeg tarf ekki sjuss”. Hvaöan kemur þetta
nafn?
„Þessu er stolið úr myndinni Stella í orlofi þar sem Salomon, Svíinn sem fer með
Stellu fyrir misskilning í veiðferð, segir þessa setningu. Hann er alkóhólisti og var
að koma í meðferð til íslands. í veiðiferðinni, sem hann heldur að sé hluti af
meðferðinni, býður Stella honum alltaf einn sjúss fyrir hvern fisk sem hann veiðir
en þegar hún býður honum sopa í þriðja skiptið segir hann: „Jeg tarf ekki sjuss". En
þá stendur hann úti í miðri á, tínir fiskana upp úr ánni og hefur ekki tíma til að fá
sér sjuss því hann hefur í nógu að snúast. Það er nákvæmlega þetta sem við viljum
gera út á, að unglingar hafi nóg fyrir stafni."
- Veröur þessi ráðstefna opin fyrir alla?
„Já, hún er opin fyrir alla og við hvetjum fólk til þess að koma. En við bjóðum
einnig ákveðnu fólki sem getur haft áhrif og hjálpað okkur við að fylgja þessu eftir.
Ef unglingar hafa nóg fyrir stafni þá hafa þau ekki tíma til að vera í einhverju rugli."