Skinfaxi - 01.05.2000, Page 30
Fullir 104
daga á ári
- Hvernig stóö á því aö þú
leiddist inn á sjónvarps-
brautina?
„Það var bara fyrir tilviljun.
Sigurður Sigurðsson, íþrótta-
fréttaritari á sjónvarpinu, veiktist
og því þurfti að finna einhvern til
að leysa hann af á meðan. Það gekk
eitthvað erfiðlega að finna
staðgengil en þar sem ég hafði
hermt eftir honum sem skemmti-
kraftur þá fengu þeir mig. Þetta
var upphafið að mínum sjónvarps-
ferli því í framhaldinu fékk ég fleiri
verkefni sem undu upp á sig."
- Þú ert fyrir löngu oröinn
fastagestur á heimili lands-
manna og sjónvarsáhorfendur
hafa getaö fylgst meö hárunum
fækka á höföi þínu. Stafar þessi
hármissir af erfiðisvinnu?
„Ja, þetta er mikil streituvinna
og getur verið mjög erfið. Eg hef
ekki haft tíma til að líta á klukkuna
og athuga hvað tímanum liði í þau
30 ár sem ég hef starfað á
sjónvarpinu. Það er sjaldgæft að
vera í vinnu þar sem þú ert alltaf
að keppa við tímann en ekki að
bíða eftir að tíminn líði."
- Þú hefur tekist á viö
fjölbreytta hluti í sjónvarpinu. Er
eitthvaö sem stendur upp úr?
„Nei, ég er fyrst og fremst
fréttamaður en hef einnig verið í
dagskrárgerð, verið íþrótta- og
veðurfréttamaður og stýrt
spurningaþáttum þannig að ég er
búinn að prófa flesta hluti. Eftir á
að hyggja er dagskrárgerðin
líklega skemmtilegust því maður getur eytt smá tíma og
orku í hana án þess að þurfa að keyra allt í gegn."
- Er skemmtilegt aö starfa í sjónvarpi?
„Já, það segir sig sjálft, annars væri ég löngu hættur
þessu. Maður hittir margt fólk og fæst við fjölbreytt
viðfangsefni. Síðan er þetta starf miklu mikilvægara en
menn gera sér grein fyrir en það er yfirleitt talað
niðurlægjandi um þessa stétt sem ég tilheyri.
Frumkvöðull hennar, og sá sem ruddi brautina fyrir
fjölmiðlun og þau markmið sem hún felur í sér, var
spurður að því rétt fyrir dauðann til hvers hann væri
kominn. Þá sagðist hann vera kominn til að bera
sannleikanum vitni og það var eina svarið sem Kristur
gaf við réttarhaldið. Það er nákvæmlega þetta sem
fjölmiðlun snýst um. Kristur var fjölmiðlamaður góður
því hann náði að koma sínum málum á framfæri,
eitthvað sem hinir náðu ekki að gera. Eg tel því Krist
hafa verið brautryðjanda fjölmiðlunar og tel því að við,
blaða- og fréttasnápar eins og við erum stundum
kallaðir, eigum ákaflega göfuga fyrirmynd og
upphafsmann."
- Þú hefur haft tækifæri til aö kynnast mörgu fólki
á þessum tíma en hefur þú einhvern tímann lent í
fólki sem þykist þekkja þig og heilsar þér úti á götu
en þú kannast alls ekki viö?
„Já, það gerist nánast daglega að ég ræði við fólk
sem ég get ekki munað hvað heitir. Því fleirum sem ég
kynnist því færri nöfn man ég enda rennur þetta allt
saman. Eg er því alltaf á varðbergi því stundum ræði ég
við fólk sem ég á að þekkja en er búinn að gleyma hvað
Ómar Ragnarsson er landskunnur
enda hefur kappinn veriö fastagestur á
sjónvarpsskjá landsmanna í rúm 30
ár. Þrátt fyrir mikið annríki í
sjónvarpinu hefur hann haft tíma til að
þreifa lítillega fyrir sér á öðrum
hlutum. Hann er atvinnuflugmaður og
þá hefur hann sungið inn á fjölda
platna, verið skemmtikraftur í tæp 40
ár, skrifað bækur og tekið þátt í
rallakstri svo fátt eitt sá nefnt. Omar
hefur undanfarin ár fylgst vel með
andanum í samfélaginu í gegnum
fréttamennskuna. Skinfaxi fékk Omar
til að segja frá sjónvarpssýkinni,
boxinu og skyldudjammi íslendinga.
heitir. Fólki finnst þetta
stundum leiðinlegt og telur mig
merkilegan með mig en það
verður bara að hafa það því það
er ómögulegt að muna eftir
öllum sem ég hef kynnst."
- Veröur þetta þá ekki oft á
tíöum vandræöalegt?
„Jú, en ég segi bara við
fólkið að ég kannist við marga
en þekki ekki neinn. Fólk tekur
þessari útskýringu yfirleitt vel."
- Þú hefur á undanförnum
árum lýst boxinu meö Bubba
kóngi á Sýn og þiö félagar
fariö oft mikinn í útsend-
ingunum. Gíriö þiö ykkur upp
fyrir átökin?
„Nei, við þurfum ekkert að
gíra okkur upp. Það sem skiptir
mestu máli er að vera búinn að
afla sér nægra upplýsinga fyrir
útsendingu. Að öðru leyti er
þetta svipað og íþróttafrétta-
mennskan var og því er eins og
ég sé að ganga í barndóm. Eg
hef lúmskt gaman af þessu því
ég er gestur Bubba og því
enginn ábyrgðarmaður og get
því dottið í gamla íþrótta-
fréttamannafarið."