Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 7
AÐ LOKNU LANDSMÓTI
Frá setningarathöfn Landsmótsins.
skáru menn eftir því. En ég viður-
kenni að það var töluvert annar
bragur á seinna mótinu eftir að búið
var að halda stóra mótið og eyða
töluvert miklu púðri í hátíðarbrag á
því. Það var þyngra að því leitinu að
ná upp sömu stemmningu á seinna
mótinu.
Eitthvað sem þið hafið lært af
þessu mótahaldi ?
Já það er mjög margt. Við erum
miklu sterkari til að halda svona mót
í framtíðinni og óhætt að segja að
við séum reynslunni ríkari.
Einhver skilaboð til næstu
landsmótshaldara ?
Halda ótrauðir áfram að undirbúa
mótin. Þetta krefst mikillar vinnu og
undirbúnings. Halda vel utan um
hlutina og ganga frá öllum lausum
endum fyrir mót. Þetta krefst mjög
góðrar framkvæmdastjórnar.
Hvernig fannst þér gestir
mótanna?
Gestirnir voru til fyrirmyndar. Við
vorum ofsalega ánægðir með okkar
gesti og ég held að það sé
ungmennafélagshreyfinginni mikil
skrautfjöður hvað við höfum
skemmtilega og góða gesti á
mótunum.
Hvað telur þú vera helsta styrk
Landsmótanna?
A Landsmótum UMFI ríkir alveg
sérstakur andi. Þetta eru mikil
íþróttamót en samt með
Hlauparar eða lífverðir?
óhefðbundnum greinum sem hvergi
nokkurs staðar er hægt að finna. Ég
held að styrkur mótanna sé hvað
margir koma að þeim og hvað
fjöibreytileikinn er mikil. Hvað
Unglingalandsmótin varðar er þeirra
styrkur hvað þau höfða sterkt til
fjölskyldunnar og að fjölskyldan geti
átt góðar stundir saman um mestu
ferðahelgi landsmanna.
Dagskrá, aðstaða, fyrirkomulag,
eitthvað sem þið hefðuð viljað
gera öðruvísi ?
Ég held að menn myndu breyta
aðeins í afþreyingu og til dæmis ekki
endilega að vera að sækja vatnið yfir
lækinn. Þá á ég kannski við að við
hefðum getað notað meiri
afþreyingu og skemmtun héðan úr
okkar heimabyggð.
Hvað situr eftir í Skagafirði að
loknu landsmótssumri?
Fyrst og fremst situr eftir gjörbreytt
umhverfi til íþróttaiðkunar í þessum
hefðbundnu íþróttagreinum. Síðan
er náttúrulega mikil kunnátta við að
takast á við þessi mál og mót af
þessari stærðargráðu og reynsla við
skipulagningu. Þetta verður ekki
aftur tekið.
Ég vil bara að lokum þakka öllum
þeim fjölmörgu sem unnu að þessum
mótum á einn eða annan hátt og
lögðu hönd á plóg, hvort sem það
voru sjálfboðaliðar eða aðrir. Það
voru margar hendur sem komu að
mótunum og án þeirra hefði þetta
ekki verið hægt og ég vil færa þeim
bestu þakkir.
7
SKINFAXI - tímarit um íþróttir