Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 25
SIGURÐUR GEIRDAL - MINNING um 80% og með aukinni starfsemi græddist okkur fé. Erlend samskipti voru endurvakinn. Atak var gert í uppbyggingu í Þrastaskógi. Stofnaður var Félagsmálaskóli UMFI. Erindrekstur tekinn upp af fullum krafti, sem formaður og framkvæmdastjóri fóru fyrir. Blásið nýju lífi í Skinfaxa máigagn samtakanna og útgáfustarfsemi á vegum félaganna komið á. Unnið var markvisst að því að efla einstök ungmennafélög og héraðssambönd í samvinnu við sveitarstjórnir á hverjum stað og við nutum sívaxandi velvilja og stuðnings ríkisvaldsins. Okkur Sigurði var mjög í mun að afsanna þá kenningu að ungmennafélögin í landinu, væru bara einhver, „fornaldar frægð". Með nýjum og breyttum áherslum ættu þau fullt erindi til nútíðar og langrar framtíðar. Þessi var hugsjón okkar og forystunnar í heild og það stendur enn. Engum manni vandalausum hefi ég kynnst sem mér hefur þótt jafnmikið til um. Við Sigurðir vorum svo rækilega tengdir hugsjónalega, en faglega og framkvæmdalega höfum við líklega bætt hvor annan upp. Sigurður var einstakur gleðigjafi og fræðari hvar sem hann fór hann var með ólíkindum sjáandi fram í tímann og snöggur að sjá aðalatriðin í því sem við var að fást. Vörslumaður fjármuna með afbrigðum. Þá naut hann þess að vera innan um fólk og vinna með því og fyrir það. Stjórn samtakanna naut líka tungumála- kunnáttu hans á þessum tíma þegar erlendu samskiptin tóku að blómstra á ný. Sigurður var hagyrðingur góður og þótti mér mjög vænt um þá hæfileika hans. Osjaldan voru ávörp hans eða kveðjuorð á samkomum ungmennafélaganna afburða snjöll vísa sem sagði allt sem segja þurfti. Dæmi um það, er kveðjuræða á kuldalegu vorþingi Héraðssambands Suður-Þingeyinga sem haldið var í Bárðardal, hér fyrr á árum. Þakin snæ er þingeysk grund þróttur vors er falinn. Kært við þökkum kynni og fund og kveðjum Bárðardalinn. Vinnuþjarkur var Sigurður með afbrigðum og gerði tæpast greinar- mun á því hvenær sólahringsins sú vinna var látin í té. Til marks um ótakmarkað vinnuþrek Sigurðar. Bætti hann við Samvinnuskólaprófið frá Bifröst, stúdentsprófi frá Hamrahlíð og Viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands meðan hann var í fullu starfi hjá UMFÍ og skilaði þó ómældum afrekum þar á þeim tíma. í öllu sínu fjölþætta félagsstarfi naut Sigurður þess að eiga góða konu og skilningsríka og sama má auðvitað segja um börnin hans. Olafía Ragnarsdóttir stóð við hlið manns síns á hverju sem gekk og hafa þau hjón verið áberandi dugleg að mæta á mannfundum á þeim fjölþætta akri félagsmála sem Sigurður hefur starfað á í gegnum árin. Ungmennafélagshreyfingin sér á bak einum virtasta leiðtoga hennar frá upphafi vega. Mikill stuðningsmaður öflugs íþróttastarfs í landinu er á braut. Framsóknarflokkurinn missir einn öflugasta leiðtoga sinn, sem einn framsóknarmanna hóf störf í Bæjarstjórn Kópavogs vorið 1990 og tók þá einnig við starfi bæjarstjóra. Nú rúmum 14 árum seinna á flokkurinn 3 kjörna fulltrúa. Mér er til efs að nokkur bæjarstjóri á íslandi hafi átt jafn stóran hlut að máli, þegar við horfum til uppbyggingar Kópavogskaupstaðar á öllum sviðum á þessum tíma. Sigurður átti líka sem fyrr því láni að fagna að vera virtur að verðleikum af samstarfsmönnum sínum í bæjarstjórn og samstarfsfólki öllu hjá bæjarfélaginu, sem og íbúum Kópavogs. Það mun taka okkur vini og samstarfsmenn Sigurðar Geirdal langan tíma að sætta okkur við að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Minningin mun lifa um góðan dreng sem stóð fyrir djörfum og fögrum hugsjónum og vann þeim brautargengi af sannfæringu og sannri gleði. Þess vegna átti Sigurður Geirdal alstaðar vinum að fagna. Elsku Ólafía, við Hildur og fjölskylda okkar, flytjum þér og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur við fráfall Sigurðar. Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi form. U.M.F.Í. 25 SKINFAXI - tímarit um menningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.