Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 10
UR STARFINU Gunnarssyni sl. sumar á heimsmeistaramótið í Finnlandi. Þar heilluðumst við gjörsamlega af íþróttinni og í framhaldinu var ákveðið að prófa hér heima. Menn voru reyndar ekki alveg með okkur til þess að byrja með en létu til leiðast og á endanum voru fjögur lið skráð til leiks. Við byrjuðum snemma dags og hituðum upp á gervigrasinu en fórum síðan í alvöru boltann og skemmtu menn sér hið besta í drullusvaðinu," segir Jón Páll. Eins og nafnið gefur til kynna þarf að spila mýrarknattspyrnu í alvöru mýri en hana bjuggu heimamenn á ísafirði einfaldlega til. „Við fengum svæði til afnota hjá golfklúbbi bæjarins en þar var búið að fjarlægja þökur. Við plægðum því moldina og fengum í framhaldinu slökkviliðið á staðinn en þeir dældu einhverju tonni af vatni upp úr Engidalsánni. Það er jú þannig að því meiri drulla, því betra. Enda hefur mýrar- knattspyrna ekkert með knattspyrnu- hæfileika að gera. Þarna er á ferðinni hrein og klár villimennska og því dýpri sem drullan er því betra. Texti: Guðný Jóhannesdóttir Myndir: Páll Önundarson, Flateyri. Eins og sjá má er þetta í meira lagi skítugt sport. Stórir strákar í skítugum leik Mýrarknattspyrna á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingar sínar yfir sumartímann. Það er skemmst frá því að segja að þessi óvenjulega íþrótt sló rækilega í gegn úti í Finnlandi og hefur nú teygt anga sína alla leið til íslands og það vestur á ísafjörð. Skinfaxi ákvað að forvitnast örlítið betur um þessa skemmtilegu íþróttagrein. í skóglendi Norður-Finnlands er að finna talsverð mýrlendi en það var einmitt á einu slíku svæði sem byrjað var að iðka hina svokölluðu Mýrar- knattspyrnu. í upphafi var þetta eingöngu til skemmtunar hjá þröngum hópi en þróaðist fljótlega yfir í keppni þar sem lítil mót voru haldin á svæðinu. Það er skemmst frá því að segja að vinsældir íþróttarinnar uðru meiri og meiri og fyrir fjórum árum var byrjað að skipuleggja stærra mót í kringum þessa íþróttagrein sem er í dag orðið einn stærsti viðburðurinn í N- Finnlandi yfir sumartímann. 270 lið taka þátt í „heimsmeistaramótinu" og þarna koma saman hátt í 10 þúsund manns í einni allsherjar skemmtihelgi, þar sem menn skemmta sér við mýrarknattspyrnu og fleira. Áhugasömum er bent á heimasíðu keppninnar www.swampsoccer.net. Reglur Mýrarknattspyrnu eru ein- faldar og fylgja í megindráttum venjulegum knattspyrnureglum. Spilað er á velli sem er ca. 60m x 35m. Leiktími er 2x12 mín og sex leikmenn eru ( hverju liði. Ollum inn- köstum og hornum ersparkað inn en markmaður má taka með höndum þrjá metra frá marki. Eitt tonn af vatni og völlurinn er klár Fyrsta Islenska mótið í Mýrar- knattspyrnu var haldið á ísafirði á haustdögum og var þátttaka mjög góð. Blaðamaður Skinfaxa á svæðinu heyrði í Jóni Páli Flreinsyni sem veit allt um vesfirskan Mýrarbolta. „Forsaga málsins er sú að Isafjarðarbær er þátttakandi í stóru verkefni sem snýr að því að efla viðburðatengda ferðamennsku. Það var því á vegum þess verkefnis sem ég fór ásamt Jóhanni Bæring UMFÍ - Ræktun lýðs og lands 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.