Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 7
- Jón KriÆján SujcwÓswk
Stórt ár í sögu
hreyfingarinnar
Árið 2007 er stórt ár í sögu Ungmennafélags Islands. Hreyfingin,
sem í eru 82 þúsund félagsmenn, fagnar 100 ára afmæli sínu sem
minnst verður með ýmsum hætti. Hver stóratburðurinn rekur
annan, fyrst Landsmótið í Kópavogi og síðan Unglingalandsmótið
á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Samhliða Landsmótinu í
Kópavogi verður haldin sögusýning sem spanna mun sögu hreyf-
ingarinnar í heila öld. UMFÍ kemur síðan að ráðstefnunni Play
The Games sem haldin verður hér á landi í lok október. Þangað er
búist við á fjórða hundrað íþróttafréttamönnum, háskólafólki og
fyrirlesurum víðs vegar að úr heiminum. Það má því Ijóst vera að
ungmennafélagshreyfingin, starf hennar og máttur, verður mjög
áberandi á þessu ári.
Á 100 ára göngu sinni hefur UMFÍ gegnt veigamiklu hlutverki
og mun gera það áfram um ókomin ár.
Mikil vinna liggur að baki undirbúningi að stóru mótunum
tveimur í sumar og munu mörg hundruð sjálfboðaliða koma að
framkvæmd þeirra með einhverjum hætti. Án þessara sjálfboða-
liða væri starfið ekki með þeim kröftuga hætti sem það hefur verið
alla tíð. Framlag þeirra er ómetanlegt og hefur haldið merkjum
ungmennafélagshreyfingarinnar á lofti frá upphafi. Þeim ber að
þakka fyrir fómfúst og frábært vinnuframlag.
Öll umgjörð mótanna í sumar verður í alla staði glæsileg og
vandað til leiks í hvívetna. Mikið uppbyggingarstarf er að baki
og stórglæsileg íþróttamannvirki blasa við sem notuð verða um
ókomin ár. Þeir sem að mótunum standa sjá nú laun erfiðis síns
og geta borið höfuðið hátt. Það þarf áræðni, þorog kjark til að
ráðast í að halda svo stór mót sem þessi. Með sameiginlegu átaki
allra þeirra sem að verkum hafa komið hefur tekist að koma upp
aðstæðum sem allir geta verið stoltir af.
Ungmennafélag íslands stendur fyrir mörgum góðum verk-
efnum. Ungmenna- og tómstundabúðirnar standa með blóma og
hafa sýnt að mikil þörfvarfyrir búðir af slíku tagi. UMFÍ er í sam-
starfi við íþróttalýðháskóla í Danmörku og hefur kvóti sá sem
íslendingum stendur til boða verið fullnýttur á síðustu árum. For-
varnaverkefnið Flott án fíknar, sem hóf starfsemi sína á sl. hausti,
fer vel af stað og fjölgar klúbbum jafnt og þétt um landið.
Starfsmenn UMFÍ hafa á síðustu vikum verið á ferðalagi um
landið og hafa kynnt starfsemina og hitt félagana. Það er gaman að
sjá hvað starfsemin hjá mörgum félögum er lifandi og dafnar vel.
Sumarið iðar af lífi í ungmennafélagshreyfingunni og vonandi
er að landsmenn fjölmenni á þá viðburði sem hreyfingin stendur
fyrir.
Flottðn fíknar:
12 klúbbar
stofnaðir
Óslípaður ungafolk5ins
■ 1 - Umf.RGvnir
aemantur ogumf.Máni
_ 100ara—
Landsmótá
Selfossi 2012
Ævintýri í
Suður-Ameríku
Risalandsmót í Kópavogi 5.-8?
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson
Ábyrgðarmaður:
Björn B. Jónsson, formaður UMFf
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson o.fl.
Umbrot/hönnun: Örn Guðnason
Prentun: Prentmet
Prófarkalestur: Helgi Magnússon
Auglýsingar: Miðlun ehf. og
Gunnar Bender
Ritnefnd: Anna R. Möller, Einar
Haraldsson, Birgir Gunnlaugsson
og Ester Jónsdóttir
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFl,
Laugavegi 170-172,105 Reykjavík,
sími: 568-2929,
netfang: umfi@umfi.is
heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki
Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi, með
aðseturá Isafirði
Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og
verkefnisstjóri forvarna
Esther Jónsdóttir, ritari
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri
Þóra Kristinsdóttir, bókhald
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri
Skinfaxa og kynningarfulltrúi
Jón M. (varson, söguritari
Alda Pálsdóttir, verkefnisstjóri vegna
ritunar á sögu UMFl
Stjórn UMFÍ:
Björn B. Jónsson, formaður
Helga Guðjónsdóttir, varaformaður
Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri
Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari
Anna R. Möller
Haraldur Þór Jóhannsson
Hringur Hreinsson
Jóhann Tryggvason
Einar Jón Geirsson
Einar Haraldsson
Eyrún H. Hlynsdóttir
Forsíðumynd:
Myndin er frá Unglingalandsmóti
UMFl sem haldið var á Laugum
síðastliðið sumar.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 7