Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 45
\Zori4LMUt ÍUmM Jón M. ívarsson, sagnfræðing- ur, er nú á fullu við að rita 100 ára sögu UMFÍ, Vormenn (slands, eins og hún mun heita. Jón segist vera í kapphlaupi við tímann að Ijúka sögunni í haust og verður lítið um frídaga hjá honum þangað til. Margt fróðlegt hefur rekið á fjörur Jóns við heimildasöfnun. Vissi til dæmis nokkur maður að UMFI var komið á fremsta hlunn með að stofna (SÍ árið 1911 og að ungmennafélögin áttu drýgri hlut að stofnun þess en áður hefur verið talið? Annað athyglisvert, sem Jón nefnir, er að flokkadrættir inn- an stjórnar UMFÍ árið 1922 voru svo miklir að bæði formaður og ritari sögðu afsérstörfum og gengu úr stjórninni! Svo að litið sé til nútímans, þá er þarna að finna litríkar lýs- ingar á útihátíðum í Atlavík og Flúsafelli og á fleiri stöðum en héraðssamböndin stóðu fyrir þeim lengi vel. Þá er kortlögð þarna mikil umhverfisvakning og margs konar landsverkefni UMFÍ sem hrifu fjöldann, allt frá göngu Stefáns Jasonarsonar umhverfis landið til hjólreiða- ferðar 3200 ungmennafélaga til að efla íslenskan iðnað. Þá er farið í saumana á dramatískum átökum innan íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingarinnar þegar upp komu hugmyndir um að sameina stóru samtökin ÍSÍ og UMFÍ. Það reiptog stóð í meira en áratug en niðurstaðan var óskert sjálfstæði UMFÍ. Þessi saga er öll ævintýri líkust og hún er enn að gerast. Nú eru sum elstu ungmenna- félögin að halda upp á aldar- afmæli sitt og þau eru enn í fullu fjöri. Flreyfingin er aldar- gömul en samt síung, sagði Jón M. ívarsson. Flann vildi koma eftirfarandi orðsendingu til ungmennafélaga og ann- arra, því að vitanlega á þessi bók að komast sem fyrst í hendur lesenda og besta ráðið er að gerast áskrifandi. Heiðursáskrift (tilefni af 100 ára afmæli Ung- mennafélags íslands býður UMFÍ öllum landsmönnum að taka þátt í heiðursáskrift í afmælisritinu Vormenn (slands þar sem héraðssambönd og félög með beina aðild að UMFÍ hafa merki sitt. Nöfn aðildar- félaga, sveitarfélaga, fýrirtækja og einstaklinga birtast þá hjá viðkomandi héraðssambandi. FHeiðursáskriftin ásamt afmælis- ritinu kostar 8.500 krónur fyrir einstaklinga og aðildarfélög en 25.000 krónur fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Pantanir og nánari upplýs- ingar gefur Alda Pálsdóttir hjá Þjónustumiðstöð UMF(, í síma 568-2929 & 863-2665 eða á tölvupósti alda@umfi.is Nú er ekki eftir neinu að bíða, hringið strax. Sumanilboð! *' — *— •— - •"1 »— — mtmmm gildir úi agust m FJÖLSKYLDUPAKKI 10 KJÚKLINGABITAR MED FRÖNSKUM, SÓSU OG SALATI 2995 kf OSTBORGARATILBOD 4 OSTBORGARAR MED FRÖNSKUM, SÓSU OG SALATI 2395 GERIR GÚÐAN MAT BETRI II & ^RAor i KRINGLAN SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 45

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.