Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 19
10.UNGLINGA LANPSMÓT UMFf Íþróttahátíð sem hittir beint í mark Hjalti Þór l''iqnMum., bœjartfjóri á, HontaÁrÓi: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að frá upphafi hafi verið mikil jákvæðni í bænum fyrir Unglingalandsmótinu og að bæjarbúar hafi lagst á eitt við að gera mótið sem glæsilegast. Bæjarstjórnin var tilbúin að gera það sem hægt var til að undirbúningur og framkvæmdir gengju sem best. „Það hefur geysilega mikla þýðingu að fá að halda þetta stóra mót og um leið setti það íþróttamál almennllega á dagskrá hjá bæjarfélaginu. I kjölfarið var tekin ákvörðun um að laga íþrótta- völlinn og byggja upp góða frjálsíþróttaaðstöðu. Síðan var tekin ákvörðun um að ráðast í byggingu á nýrri sundlaug sem verður þvf miður ekki tilbúin á Unglingalandsmótinu. í bígerð er að reisa knattspyrnuhús og því má segja að við það að ákveðið var að halda hér Unglingalandsmót varð vakning í allri uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í bænum. Það var kominn tími á það en bærinn hafði áður komið að uppbyggingu glæsilegs níu holu golfvallar. Eins hefur bærinn styrkt aðstöðu fyrir mótorcrossið og síðan er bygging á reiðhöll hafin á vegum hestamannafélagsins, sem sveitarfélagið tekur mikinn þátt í fjárhagslega," segir Hjalti Þór. - Samhliða þessu móti hlýtur bæjarfélagið að fá mikla kynningu sem er mikilvæg til framtíðar litið? „Vissulega fáum við mikla kynningu sem er af hinu góða og við búumst við töluverðum fjölda fólks til bæjarins í tengslum við mótið. Samhliða mótinu ætlum við að nota tækifærið og kynna samfélagið og það sem það hefur upp á að bjóða. Ætlunin er að hefja þá kynningu á unglingalandsmótshelginni og þá ætla fyrir- tækin á staðnum og sveitarfélagið að kynna bæði atvinnutæki- færi og þjónustu þannig að fólk sé meðvitað um það hvað er í boði á Hornafirði." - Aðstaðan, sem verður til vegna mótsins, hlýtur að vera sam- félaginu eystra geysilega mikilvæg? „Já, heldur betur. Það er stór hluti af lífsgæðum að hafa góða aðstöðu til að iðka íþróttir. Við erum reyndar vel í sveit sett hvað áhrærir möguleika til útivistar á Hornafirði. Það er stutt út í náttúr- una og margar skemmtilegar gönguleiðir fyrir fjölskylduna. Fólk er farið að spá í almenna hreyfingu og bætta lýðheilsu og því er mikilvægt fyrir sveitarfélag að þjóða upp á góða aðstöðu fýrir almenning. Það gerir ekkert annað en að efla samkeppnishæfni okkar að ráðast í þessar framkvæmdir," sagði Hjalti Þór. Hann sagði ennfremur að eftir að UMF[ ákvað að 10. Unglingalands- mótið yrði haldið á Hornafirði hefði áhugi á frjálsum íþróttum vaxið þar á nýjan leik. Aðrar íþróttir væru líka að færast í aukana og dafna eins og mótorcrossið og golfið. „Það er bara hvatning að halda mótið og gefur okkur byr í seglin um ókomin ár," segir Hjalti Þór.„Það var afskaplega vel til fundið að finna Unglingalandsmótum fastan stað um verslunar- mannahelgina. Þarna koma börn og unglingar til að taka þátt í íþróttum í heilbrigðu og uppbyggilegu umhverfi. Foreldarnir fylgja með og því má segja fullum fetum að þetta sé íþróttahátíð sem hittir beint í mark. Það er bara vonandi að við fáum gott veður og allar aðstæður verða fyrsta flokks þegar stóri dagurinn rennur upp." - Er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa eftir Unglingalands- mótinu? „Hún er það heldur betur og það er mikið talað um mótið manna á milli. Starf okkar undanfarna mánuði hefur snúist um mótið, að skipuleggja það og undirbúa þá þætti sem snúa að framkvæmdum. Hornfirðingar eru metnaðarfullir um að reyna að láta bæinn líta vel út og taka vel á móti fólki. Ég held að þetta verði gott Unglingalandsmót og boðið verður upp á fjölbreyttar íþróttir. Við erum í stakk búin til að taka á móti þeim fjölda sem hefur verið á þessum mótum síðustu ár. Það sem skiptir mestu er að hafa gaman af þessu og skemmta okkur saman. í ár er UMFÍ 100 ára en það eru 110 ár síðan að fyrstu húsin risu á Höfn þannig að það er margs að minnast," sagði Hjalti Þór Vignisson, bæjar- stjóri á Hornafirði, í spjallinu við Skinfaxa. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.