Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 27
Uppbygging íþróttamannvirkja hefur áhrif á búsetu fólks Ragnheiður Einarsdóttir, formaður Ungmennasambands- ins Úlfljóts, USÚ, og formaður Unglingalandsmóts- nefndar segir í mörg horn að líta á lokasprettinum í undirbúningi að 10. Unglingalandsmóti UMFÍ á Horna- firði um verslunarmannahelgina. Hún telur að um 20 manns hafi unnið að undirbúningi í vetur en fólki hafi síðan fjölgað jafnt og þétt eftir því sem nær hefur dregið. „Að standa í undirbúningi fyrir svona mót er mikill skóli en jafnframt gaman og spenn- andi verkefni. Það þarf að huga að mörgu en ég held að við getum sagt að það sé mikill metnaður hér að gera vel svo öllum, sem hingað leggja leið á Unglingalandsmótið, líði vel og að þeir njóti þess að vera á Hornafirði yfir mótsdagana," sagði Ragnheiður. Aðspurð um fjölda gesta á mótinu sagði hún erfitt að nefna tölur í því sambandi. „Við erum að gera okkur vonir um að skráningar verði ekki færri en eitt þúsund og allt um fram það yrði frábært. Ég veit um gríðarlegan áhuga fólks fyrir mótinu sem nú þegar hefur skapað sér mikla hefð. Að koma á Unglingalands- mót er vænlegur kostur fyrir fjölskyldufólk til að eyða helg- inni í heilbrigðu og fallegu umhverfi." - Uppbygging íþróttamann- virkja hlýtur að hafa mikil áhrif á byggðarlagið, til lengri tíma litið? „Það er ekki nokkur spurn- ing. Uppbyggingu þeirra miðar vel áfram og það verður allt klárt þegar stóra stundin renn- ur upp. Mannvirkin standa eftir þegar mótinu lýkur og ég er viss um að til lengri tíma litið eiga þau eftir að vera mikil lyftistöng fyrir okkur sem hér búum. Það skiptir afar miklu í mínum huga því að fólk, sem hefur hug á að setjast að úti á landsbyggðinni, er farið að horfa í æ ríkara mæli til íþrótta- og æskulýðsstarfsins og að sá málaflokkur sé í lagi. Uppbygg- ing á íþróttamannvirkjum í kringum Unglingalandsmótin skilar sér tvímælalaust inn í framtíðina," sagði Ragnheiður. - Heimamenn hljóta að hlakka mikið til mótsins? „Já, það er óhætt að segja það. Hér hafa allir lagst á eitt og tilhlökkunin er óneitanlega mikil. Aðstaðan verður öll til fyrirmyndar og við munum kappkosta að halda hér veg- legt og skemmtilegt mót. [þróttavöllurinn mun líta glæsi- lega út þegar lagningu gervi- efnisins á hlaupabrautir verður lokið. Við vonumst eftir að sjá sem flesta á Unglingalands- mótinu á Hornafirði," sagði Ragnheiður Einarsdóttir að lokum. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.