Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 40
Fréítír-jrá, vtarfi UMPÍ:
Útgáfuhóf í tilefni af frímerkjaútgáfu
Islandspóstur hélt útgáfuhóf
hinn 25. maí síðastliðinn í tilefni
af frímerkjaútgáfu sem helguð
er merkisviðburðum á þessu ári.
Ungmennafélag íslands er 100 ára,
Þjóðskjalasafn íslands 125 ára,
Skógrækt ríkisins 100 ára,
Landgræðsla ríkisins lOOára og
alþjóðlegt skátastarf 100 ára.
Fulltrúum þessara samtaka og
stofnana var boðið til hófsins og
voru afhent frímerkin ásamt minja-
grip í tilefni útgáfunnar. Á eftir voru
bornar fram veitingar.
Það var Hany Hadaya hjá H2
Hönnun í Reykjavík sem hannaði
Frá útgáfuhófinu. Björn B. Jónsson, formaður UMFl, og Ingimundur Sigurpáls- frímerkin.
son, forstjóri Islandspósts.
70 „A* 0
íslond ^ ^ 'r <f
Spéfuuutdl 'verkepu jynv LUtytj-óík í umiar
Á vegum Ungmennafélags íslands eru í boði
eftirfarandi námskeið og verkefni ísumar:
Leiðtogaskóli NSU 2007
verður haldinn I útjaðri Helsinki í Finnlandi 1 .—8. júlí. Þetta
er vikunámskeið ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem
hefur áhuga á að byggja sig upp félagslega og auka færni í
mannlegum samskiptum.
Ungmennavika NSU 2007
verður haldin í Svíþjóð 29. júlí til 5. ágúst. Á ungmennavikur
koma ungmenni frá öllum Norðurlöndunum á aldrinum 16-
25 ára og vinna saman að verkefnum sem tengjast ákveðnu
þema.
Útilífsvika NSU
verður haldin í Danmörku 15.-21. júlí. Eins og nafniðgefur
til kynna er þetta námskeið í útivist þar sem meðal annars er
kennt hvernig hægt er að lifa af I náttúrunni án allra þæginda.
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á útivist.
Ævintýranámskeið á Grænlandi
verður á vegum VNU en það eru vesturnorræn samtök sem
UMFÍ á aðild að. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast
grænlenskri náttúru, sigla á kajak og keyra á hundasleðum og
margt fleira. Námskeiðið verður haldið 2.-9. júlí.
40 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands