Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 28
Préttiv úr IweyjwjjUAMU: HSÞogUNÞ sameinast í eitt héraðs- samband Héraðssamband Suður-Þingeyinga, HSÞ, og Ungmennasamband Norður-Þingeyinga, UNÞ, sameinuðust í eitt héraðssamband sem ber nafnið Héraðssamband Þingeyinga, skammstafað HSÞ, á Húsavík 9. júní síðastliðinn. Aðalstöðvar hins nýja héraðssam- bands verða á Húsavík. Sameiginleg stjórn var kjörin sem sitja mun fram á framhalds- stofnþing sem haldið verður í janúar. Stjórnina skipa Arnór Benónýsson, formaður, Guðmundur Magnússon, Kópaskeri, Linda Baldursdóttir, Húsavík, Kristjana Kristjánsdóttir, Laugum, Einar Ingi Hermannsson, Bárðardal, Ólafur Ólafsson, Bárðardal, Jóhann Rúnarsson, Lundi, Svandís Sverrisdóttir, Húsavík, og Stefán Már Guðmundsson, Svalbarði. „Mér líst vel á þessa sameiningu og í henni felast mörg tæki- færi. Það má segja að sameiningarumræðan hafi farið af stað fyrir rúmu ári. I gegnum árin hafa menn samt rætt þennan möguleika sem nú er orðinn að veruleika. Með þessari sameiningu sé ég tækifæri sem felast í því að reka öflugri þjónustumiðstöð fyrir félögin á svæðinu. Einnig verður komið þetra skipulagi á íþrótta- og æskulýðsstarfsemina," sagði Arnór Benónýsson, formaður hins nýja sambands, en hann sagði gengið út frá því að aðsetur sambandsins yrði á Húsavík. Fulltrúar UMFÍ á stofnþinginu voru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Hringur Hreinsson, stjórnarmaður. Kristján Guðmundsson, Eflingu, og Ingólfur Pétursson, Eflingu, hlutu starfsmerki UMFÍ. íþrMaj'éi&qCð Qróéta, 40 ara, íþróttafélagið Grótta varð 40 ára þann 24. aþríl sl. Af því tilefni var sérstök hátíðardag- skrá í (þróttahúsinu sumar- daginn fyrsta sem hófst með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness undir stjórn Lúðrasveitar Seltjarnarness. Eftir skrúðgöngu var dag- skrá í íþróttahúsinu þar sem ýmislegt skemmtilegt var í boði, s.s. sýningar og atriði frá íþróttadeildum Gróttu. íþróttamaður Gróttu var heiðraður og bæjarstjóri og formaður Gróttu fluttu ávörp. Einnig voru hoppukastalar og annað skemmtilegt í boði fyriryngstu kynslóðina. Eftir dagskrána í íþróttahúsinu var boðið upp á kaffi og afmælis- tertu í hátíðarsal félagsins. íþróttafélagið Grótta var stofnað 24. apríl 1967 af Garðari Guðmundssyni en hann rak félagið einn á fyrstu árum þess. Grótta rekur þrjár deildir innan félagsins; knatt- spyrnudeild, handknattsleiks- deild og fimleikadeild. 28 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.