Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 4
Ólajvw KjO^kat CfríMMUJK, CorzeU ÍvLmioU: Kveðja frá Forseta íslands Þegar Ungmennafélag íslands var stofnað á Þingvöllum 1907 brann hugsjónaeldur í brjóstum æskufólksins og draumurinn um frelsi og sjálfstæði íslendinga varaflvaki til aukinna dáða. Kjörorðið um ræktun lands og lýðs varð áhrifamikið í nýrri sókn sem markaði spor i byggðum landsins. Á aldarafmælinu getur UMFÍ glaðst yfir glæsilegri sögu og fagnað því hve kröftug hreyfingin er á okkar tímum, burðarás í íþróttalífi og æskulýðsmálum íslendinga; landsmótin jafnan vettvangur gleði og leikja, vitnisburður um aga og þjálfun, þrótt- mikinn undirbúning og heilbrigðan keppnisanda. Það er fjölmenn sveit sem þar hefur í tímans rás skarað framúr, sett ný met sem mörg hver hafa lengi staðið. Afreksfólk sem náð hefur á verðlaunapall Ólympíuleika kom fyrst til leiks á landsmót- um UMFÍ, íþróttahátíðum sem enn eru að ala upp nýja kynslóð til frækinna sigra. Aldarafmælið hefur orðið UMFÍ hvatning til að halda lands- mótin nú, bæði í Kópavogi og Hornafirði, með glæsibrag og heimamenn hafa sýnt í verki hve mikils þeir meta UMFÍ, starfið sem hreyfingin hefur sinnt í heila öld. Við Dorrit sendum keppendum og fjölskyldum þeirra árn- aðaróskir um leið og við þökkum UMFÍ fyrir fjölmargar ánægju- legar samverustundir. Landsmótin hafa verið okkur eins og öllum öðrum einstök hátíð og efniviður í fjársjóð minninganna. Hejð jyrir U^UM^alaMÁsMiÆuvL UMPÍ Unglingalandsmót UMFÍ eru jafnt og þétt að skapa sér hefð. i upphafi var hugsunin sú að halda uppi keppni og skemmtun tii handa aldursflokknum 11 -16 ára. Vel var tekið í þessa hugmynd og frá og með árinu 1992 hófst saga Unglingalandsmóta UMFÍ. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 10.-12. júlí 1993. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE, tókst vel í alla staði og varð þá alveg Ijóst að þetta mótshald var komið til að vera. Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Blöndu- ósi dagana 14.—16. júlí 1995, á vegum USAH. Fyrirmyndarfélag mótsins var UNÞ. Ungl- ingalandsmót UMFt var haldið í Grafar- vogi 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSH. Unglingalandsmót UMF( var haldið 2000 í Vesturbyggð/Tálknafirði, á vegum HHF. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að 1 □ .UNGLINGA LANDSMOT UMFÍ það var haldið um verslunarmannahelgina í fyrsta skipti. Þetta var á þeim tíma umdeild ákvörðun en sagan hefur kennt okkur að þetta var afar farsælt skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag mótsins var UMSS. Ungl- ingalandsmót UMF( var haldið í Stykkis- hólmi um verslunarmannahelgina 2002, á vegum HSH. Fyrirmyndarfélag mótsins var USVS. Unglingalandsmót UMFl var haldið á (safirði um verslunarmannahelgina 2003, á vegum HSV. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSÞ. Á þessu móti var tekin sú ákvörðun að hækka aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á þingi UMFl eftir mótið var ákveðið, með miklum meirihluta atkvæða, að halda mótið árlega um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðár- króki 2004, á vegum UMSS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Þetta var í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót var haldið á sama stað og Landsmót UMFÍ. Unglingalandsmót UMFl var haldið í Vík í Mýrdal 2005, á vegum USVS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og er talið að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið í blíðskapar- veðri. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 2006, á vegum HSÞ. Mótið fór mjög vel fram í ágætu veðri. Keppendur og gestir á mótinu voru þegar best lét um tíu þúsund. 4 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.