Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 24
Valátmar EUuwssœn, 'verkejhJssJjóri Un^U^aLutdsuiÆuvs: Valdemar Einarsson, verkefnis- stjóri 10. Unglingalandsmóts UMFÍ, hefur haft í nógu að snúast í undirbúningi mótsins. Valdimar segir að heilt yfir hafi undirbúningurinn gengið samkvæmt áætlun nema það sem snýr að sundlaugarmálum. Að sögn Valdemars mistókust jarðvegsskiptin í grunninum þannig að aldrei var möguleiki á því að sundlaugin yrði byggð á réttum tíma. 1 □. UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Spenningurinn vex með hverjum deginum „Það átti að skipta um jarðveg, hann átti að síga með tímanum en gerði það ekki, því miður. Verkið tafðist af þeim sök- um og er eiginlega ekki komið í gang aftur. Þetta var bara eitthvað sem ekki varð ráðið við. Annað hefur gengið eftir samkvæmt bókinni. Þegar gerviefnið verður komið á hlaupabrautirnar verður íþróttasvæðið stórglæsilegt," segir Valdemar. - Það hlýtur að vera mikið verkefni að ráðast í framkvæmd sem þessa? „Það er það óneitanlega en það hjálpar mikið að það er komin mikil reynsla á þessi mót og það nýtist okkur svo sannarlega. Ómar Bragi, framkvæmdastjóri, og stjórn- arfólk UMFI' hefur mikla reynslu í þessu og hefur miðlað þekkingu sinni áfram til okkar. Það má segja að við komum inn í fullmótað módel. Þess vegna hefur undirbúningur og annað gengið svo til smurðulaust fyrir sig," segirValdemar. Valdemarfluttisttil Hornafjarðar 1979 og hefur búið þar allar götur síðan. Hann hefur starfað mikið að íþrótta- og æskulýðs- málum og félagsmálum almennt i bænum. Hann var um tíma formaður briddsfélagsins sem hélt lengi vel eitt af stærstu mótum landsins. Síðan söðlaði hann um og var for- maður knattspyrnudeildarinnar í nokkur ár. Hann hefur átt sæti í íþrótta- og tóm- stundaráði Hornafjarðar í sex ár og var starfandi framkvæmdastjóri Sindra síðast- liðin ár í fullu starfi. Verkefnistjórnun á Unglingalandsmótinu hefur hins vegar tekið allan tíma hans síðustu misseri. „Þegar undirbúningi er lokið verður risið hér gríðarlega flott íþróttasvæði. Aðstöðuleysi í frjálsum íþróttum hefur staðið framgangi þeirra fyrir þrifum en nú sjáum við fyrir bjartari tíma i þeim efnum. Þetta nýja íþróttasvæði verður mikil hvatn- ing fyrir börn og unglinga og við bindum vonir um að þessi uppbygging verði mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf hér á svæðinu." Valdemar segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu almennt séð mjög spenntir og fullir tilhlökkunar fyrir Unglingalandsmót- inu. Það verði mjög spennandi að koma öllum þeim fjölda fyrir sem sækja muni mótið. „Ég hefsvolítið komiðað humarhátíð- inni svo að ég veit alveg um hvað þetta snýst. Ég hef starfað óslitið að undirbún- ingi humarhátíðarfrá 1999en Unglinga- landsmótið er af allt öðrum toga enda meira fjölskyldumót. Við erum að búast við 8-10 þúsund manns á Unglingalands- mótið og ég er þess fullviss að það á eftir að fara vel um keppendur og gesti. í tengslum við mótið verður tekið í notkun glæsilegt tjaldsvæði en að auki var fyrir annað samslags svæði sem er mjög vel útbúið í alla staði," segir Valdemar. „Satt að segja erum við með í höndun- um mjög spennandi verkefni sem gaman er að kljást við. Spenningurinn fer stigvax- andi og þegar gerviefnið verður lagt á hlaupabrautirnar kemur fiðringurinn fyrir alvöru. Undirbúningur fyrir svona mót spannar yfir eitt ár og hann mætti í sjálfu sér vera lengri að mínu mati. Það yrði gott ef bæjarfélögin fengju meiri tíma til undir- búnings. Það verður svakalega gaman að taka á móti fólki og veðurguðirnir verða örugglega með okkur en sumarið til þessa hér um slóðir er búið að vera ágætt," sagði Valdemar Einarsson, verkefnisstjóri Ungl- ingalandsmótsins, í spjallinu við Skinfaxa. 24 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.