Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 30
fréttLr úr krej/fuujiuuu: Stjarna fimleikafólks skín skært íslenskt fimleikafólk sló í gegn á Norðurlanda- mótum í fimleikum sem haldin voru í Dan- mörku og í Svíþjóð dagana 14.-15. apríl sl. Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu stal heldur bet- ur senunni á Norðurlandamóti unglinga í Kaup- mannahöfn þegar hún varð Norðurlanda- meistari í fjölþraut fyrri daginn. Hún hlaut 53,35 stig og sigraði með nokkrum yfirburðum. Síðari daginn var keppt á einstökum áhöld- um og hélt Fríða Rún uppteknum hætti og sigr- aði á öllum áhöldunum. Þá vann íslenska kvennaliðið liðakeppnina en þar kepptu fimm stúlkur í liði. í Stokkhólmi kepptu tvær sveitir frá íslandi á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Sveit Gerplu vann þar einkar glæsilegan sigur og sveit frá Gróttu-Ármanni varð í öðru sæti. Það má því með sanni segja að helgin hafi verið stórkostleg fyrir fimleikafólk og sýnir svo ekki verður um villst þá miklu uppsveiflu sem fim- leikar eru í hér á landi um þessar mundir. Sif Pálsdóttir gaf tóninn í fyrra þegar hún varð Norðurlandameistari kvenna á móti því sem haldið var í Gerpluhúsinu í Kópavogi. Fríða Rún Einarsdóttir, fimleikakona úr Gerplu. Skrifstofa UÍA flytur í nýtt húsnæði Skrifstofa UÍA, sem hefur verið til húsa í Kaupvangi á Egilsstöð- um um alllanga hrfð, er þessa dagana að flytja í nýtt húsnæði. Skrifstofur héraðssambandsins verða á Vilhjálmsvelli við íþróttaleikvanginn á Egilsstöðum. Aðstaðan þar er öll til fyrir- myndar og eru Austfirðingar hvattir til að nýta sér þjónustuna sem þar verður veitt. Starfsmenn á skrifstofunni í sumar verða þau Soffía Sveins- dóttir og Einar Jónsson. Þau voru bæði að útskrifast frá íþrótta kennaraháskólanum og verða við kennslu á Egilsstöðum næsta vetur. Sérhœfum okkur í sölu á ibúðar' og atvinnuhúsnœði og eignum erlendis♦ - heilshugar um þinn hag - Sími 513 4300 30 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.