Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 20

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 20
Un^UHaaJxmxUmÆr UMFÍ: Áhugaverðir staðir Gönguleiðir í ríki Vatnajökuls Margar góðar gönguleiðir í fallegu umhverfi eru í„Ríki Vatnajökuls". Vel unnin gönguleiðakort eru fáanleg í upplýsingamiðstöðinni sem er í sama húsi og Jöklasýning, Hafnarbraut 30 á Höfn, og þjónustumiðstöð- inni í Skaftafelli. Einnig hægt að panta í síma 478-1500 eða touristinfo@visitvatnajokull.is. Ef þið viljið fara í styttri gönguferðir þá eru margar skemmtilegar leiðir innan Hafnar og í nágrenni bæjarins. Óslandið er friðlýst svæði við sjávarsíðuna. f Óslandinu er að finna upplýsingaskilti um svæðið og þar er hægt að ganga skemmtilegan hring frá tjörninni og virða fyrir sér hið mikla fuglalíf. Skemmtilegt er að fylgjast með bátum fara í gegnum Ósinn sem er innsiglingin til Hafnar. Glæsilegt útsýni er til sjávar, fjalla og jökla. Yfir sumartímann er svæðið varpsstaður kríunnar og þá er hún þar allsráðandi. Ægissíðuna á Höfn er skemmtilegt að ganga. Farið er með fjörunni austan við bæinn um grasi gróið svæði sem þægilegt er að ganga um. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum. Skemmtilegt er að ganga við sjávarsíðuna í átt að Óslandinu frá golf- skálanum á Höfn. Þetta er létt ganga á göngustígum. Hægt að virða fyrir sér fjöruna og glæsilegt útsýnið til jöklanna. Skemmtilegt er að ganga upp að Bergárfossi sem er í nágrenni Hafnar. Haldið er frá vegamótum Hafnar og þjóðvegar 1. Gangan að fossinum tekur um 'h klst. á malarvegi meðfram Bergánni. Hægt er að fara á bak við fossinn og njóta útiverunnar í fallegu umhverfi. íslenskir fjallaleiðsögumenn íslenskirfjallaleiðsögumenn hafa bækistöðvar í Skaftafelli og bjóða þeir upp á sérstæðar gönguferðir auk kletta- og ísklifursferða í Öræfasveit. Með í för eru reyndir fjallamenn sem leggja sig fram við að veita ferðalöngum ómetanlega lífsreynslu í ferðum sínum. Lengri og styttri ferðir eru í boði auk mismunandi erfiðleikastiga, s.s. eitthvað fyrir alla. Ferðirnar eru í boði frá miðjum maí til miðs september (jafnvel er farið með hópa á Hvanna- dalshnúk í apríl). Jeppa- og sleðaferðir Hjá Jöklajeppum - ís og Ævintýri eru í boði fjölbreyttar jeppa- og sleða- ferðir um Vatnajökul. Má þar nefna lengri ferðir, eins og í Grímsvötn, Kverk- fjöll og Snæfell, en vinsælast er að fara í styttri sleðaferð á Vatnajökli og staldra við á Brókarbotnstindi, þaðan sem er ómótstæðilegt útsýni. Þar að auki skipuleggja Jöklajeppar göngu- og skíðaferðir um jökulinn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sem er www.glaciersjeeps.is. Lónsöræfaferðir (Lónsöræfum er stórbrotin náttúra sem vert er að upplifa. Þar er fjölskrúð- ugt gróðurfar og mikil litadýrð í bergi, m.a. vegna þess að þar er gömul megineldstöð. Vegna sérstæðrar náttúru svæðisins voru Lónsöræfi friðlýst árið 1977. Jeppavegur liggurfrá þjóðvegi nr. 1 að lllakambi og á sumrin (15. júní til 5. september) er boðið uppá daglegar ferðirá sérútbúnum fjallabíl um svæðið. Farið er að Kollumúla þar sem stoppað er í um þrjár klst. og meðal annars er gengið að skála Ferðafélagsins. Einnig boðið upp áfleiri gönguferðir aukþess sem fólk getur slappað af og notið útsýnisins. Bílstjóri ferðarinnar er einnig leiðsögumaður. Hægt er að leggja af stað frá Höfn eða Stafafelli í Lóni. Panta þarfferðirfyrirfram. Nánari upplýsingar eru í síma 478-2415, 864-4215 eða á www.lon.is. Fuglaskoðun Hornfirðingar eru þekktir fyrir fuglaskoðun. Á Höfn er m.a. sérstakur trjá- lundur sem heitir Einarslundur og hefur Félag fuglaáhugamanna Horna- firði hann til umráða. Einar Hálfdánarson, skógræktaráhugamaður á Höfn, byrjaði að planta trjám við Miðfjárhúsahól um eða upp úr 1950. Hann hef- ur nú ánafnað félaginu iundinum og á vordögum var gerður samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um svæðið í kringum lundinn. Ferðamenn, sem koma til Hafnar, ættu ekki að láta Einarslund fram hjá sérfara. Nánari upplýsingar má fá hjá Upplýsingamiðstöðinni. Golf Á Höfn eraðfinna glæsilegan níu holu golfvöll sem rekinn er af Golfklúbbi Hornafjarðar. Hann er á fallegum stað við sjávarsíðuna með stórkostlegu útsýni til jökla. Þar eru einnig skemmtilegar gönguleiðir. Á golfvellinum er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur. Veitingasala er opin 16:30-22:30. Golfskálinn stendur við Dalbraut. Sími: 478-2197. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmannafálags (slands r.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.