Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Page 14
Kafháfahernaðurinn ú i Myncl sú, sem hér fylgir með, sýnir hluta af korti brezka herforingjaráðsins. — Á kortinu er verzlunarfloti Breta sýndur, eins og skipin voru stödd einn ákveðinn dag í febrúar 1937. Mynd þessi sýnir greinilega hina geysilegu skipaum- ferð til og frá Bretlandi. Það er því engin furða þótt Englendingum verði hverft við, þegar and- stæðingar þeirra í ófriði að taka að reka hlífðar- lausan kafbáta- og tundurduflahernað á hafinu. Þrátt fyrir dugnað þýzkra kafbátaforingja og góða og vel útbúna kafbáta, hefir Bretum tekist alveg furðanlega að verja verzlunarflota sinn. Fyrst í stað í yfirstandandi stríði og í styrj- öldinni 1914—’18 ollu þýzkir kafbátar Englend- VÍKINGUR ingum verulegu tjóni. En 1914—’18 endaði sú barátta þannig, að talið var að Bretar hefðu komið 99% af skipum, sem þeir tóku að sér að gæta, óskemmdum til hafna. Á myndum þeim, sem hér fylgja með, má í stórum dráttum sjá, hvernig brezkir tundurspiljar elta og eyðileggja kafbáta. Á botni tundurspillanna eru tæki, sem taka upp hljóð í kafbáti, ef hann er nærri. Tækin hafa hér komið upp um kafbát í grenndinni og tundur- spillarnir breyta um stefnu. Tundurspillarnir eru nú alveg á slóð kafbátsins og nálgast hann óðum. 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.