Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 3
AS leiðarloku m Þegar ég tók við starfi sem ritstjóri sjó- mannablaðsins „Víkingur" gerði ég mér þær vonir, að mér mætti auðnast að vinna þeim málum gagn, sem ég hefi áhuga fyrir og tel þjóðfélagslega nauðsyn að færa í betra og rétt- ara horf en nú er: málum sjómannanna. Ég vonaði að geta lagt sjómannastéttinni lið, með því að aðstoða Farmanna- og fiskimanna- samband íslands við það brautryðjandastarf, er það hóf með útgáfu ,,Víkings“. Því miður hafa aðstæður og atvik hagað því svo, að vonir mínar hafa í þessu brugðizt, því að frá og með þessu hefti „Víkings“, læt ég af störfum sem ritstjóri hans. Ég get ekki neitað því, að ég læt af þessu starfi með nokkurri eftirsjá, því að ég hefi þá sannfæringu, að „Víkingur" sem málgagn F. F. S. í„ eigi eftir að verða eitt sterkasta vopnið í baráttu sjómanna fyrir bættum kjörum þeirra, en í þeirri baráttu hetöi ég viljað og vil eiga þátt, eftir því, sem geta og ástæður leyfa. Þegar ég tók við „Víking“ hafði ég einnig annað starf með höndum, starf, sem ég ekki gat lagt á hilluna. Mér varð það brátt ljóst, að þetta tvennt gat ekki farið vel saman, þótt ég í fyrstu væri á annarri skoðun. Ég leit þannig á, að ég mundi gera öllum aðilum óleik með því að vera við hvorugt starfiS heill og óskiftur. Ég afréð því að láta af ritstjórn „Víkings“, og með þessum línum kveð ég „Víking“, les- endur hans og samstarfsmenn mína við hann. Um þá síðastnefndu vil ég aðeins segja þetta: Ég geri varla ráð fyrir, að ég eigi eftir að hitta fyrir jafnstóran hóp manna, sem við örðugar aðstæður vilja betur og vinna betur, heldur en nær hver og einn þeirra, er ég hefi haft kynni af í þessu starfi mínu. Þeir, sem standa að F. F. S. 1. og „Víking“, 3 eru flestir starfandi sjómenn, en leggja þó aukreitis á sig eril og áhyggjur kauplaust, en þeir, sem kauplaust vinna aukastörf, eru ekki margir í þessu landi bitlinganna. Þessum ötulu áhugamönnum sjómannastétt- arinnar sendi ég mínar beztu kveðjur, árnað- aróskir, hvar sem þeir eru staddir og þökk fyrir viðkynningu og samstarf. Sjómannablaðinu „Víkingi“ óska ég iangra lífdaga og giftudrjúgs árangurs í starfinu, til heilla fyrir land og þjóð. Reykjavík, í febrúar 1940. Samkvæmt yfirlýsingu hr. Bárðar Jakobs- sonar, lætur hann af ritstjórn sjómannablaðs- ins „Víkingur" með þessu blaði. Um leið viljum vér í stjórn F. F. S. í. og ritnefnd blaðsins ekki láta hjá líða að votta honum þakkir okkar fyrir starf það, er hann hefir af hendi leyst við ritstjórn blaðsins. Oss er það fyllilega ljóst, hvaða örðugleikum það er bundið að yfirstíga alla þá byrjunarerf- iðieika, er því fylgja að stofna slíkt blað. En þar sem við erum vissir um, að sá grundvöllur, er hann lagði að framtíð blaðsins, er traustur, þökkum við honum fyrir starf hans og vonum að verða aðnjótandi starfshæfni hans á þessu sviði við áhugamál sjómanna, þótt hann nú, samkvæmt eigin ósk láti af störfum sem rit- stjóri þess. Við óskum honum alls góðs gengis í fram- tíðinni. F. h. stjórnar F.F.S.l. Þorst. Ámason. F. h. ritnefndar Þorv. Bjömsson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.