Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 6
mælisriti, sem félagið hefir gefið út nú fyrir síð-
ustu áramót.
Það er mál flestra, að aldrei fyrr hafi jafn
margar og góðar bækur fyllt íslenzkan bóka-
markað sem nú. Þeim hefir öllum verið sungið
verðskuldað lof. En bezta bókin hefir legið í
þagnargildi, og er þá átt við afmælisrit ihm-
skipafélags íslands. Það er ekki einungis, að bók-
in sé með afbrigðum falleg að öllum frágangi og
óvenjulega ódýr, heldur á hún að geyma merki-
lega sögu um lífsbaráttu þjóðarinnar, menning-
arsögu, sem hefir að geyma fróðleiksbrunna þá,
sem ekki einungis farmenn og sæfarendur vorir
munu hafa yndi af að kafa, heldur og allir þeir,
sem unna framfara og velferðarmálum þjóðar
vorrar.
Rit þetta er 304 bls. að stærð og er því skipu-
lega skipt niður í 18 aðalkafla, sem hver hefir
sinn sérstaka fróðieik að geyma, og um leið gerir
bókina alla stórum aðgengilegri til aflestrar. —-
Guðni Jónsson, mag. art. á hér miklar þakkir
skilið fyrir, hve vel honum hefirtekiztumútgáfu
ritsins, efnisskipun og frágang allan.
Fyrsti kaflinn fjallar um siglingar í höndum
útlendra skipafélaga. Er það fróðlegt sögulegt
y^irlit um siglingar við landið allt frá því árið
1778, þegar fyrstu reglulegu póstafgreiðsluferð-
irnar hófust á milli íslands og Kaupmannahafn-
ar.
Næsti kafli er um það, þegar fyrst var hafizt
handa um félagsstofnunina, aðdraganda þess og
allan undirbúning. Eru það upphaflega fimm-
menningarnir þeir Thor Jensen, stórbóndi, Sveinn
Björnsson sendiherra, Björn Kristjánsson kpm.,
Garðar Gíslason kpm. og Ludvig Kaaber banka-
stj., sem vinna að málinu, en allir voru þair
á einu máli um það, að ákjósanlegasti
framkvæmdastjóri fyrir hið tilvonandi fé-
lag væri Emil Níelsen, aðalskipstjóri hjá Thore-
félaginu, sem þá hélt siglingum uppi við strendur
landsins. Smátt og smátt bætast svo margir
helztu dugnaðar- og atorkumenn bæjarins í hóp-
inn og málið fær jafnframt byr undir báða vængi.
Þeir Thor Jensen og Sveinn Björnsson semja
fyrsta uppkastið að hlutaútboði, og mun hin
mikla þekking hins fyrrnefnda að því, er að út-
gerð skipa laut, vera grundvöllur hinnar fjár-
hagslegu áætlunar um afkomu hins væntanlega
Sveinn Bjömsson, sendiherra. Fyrsti
formaður E. í.
félags, og stóð hún með ágætum vel. Sú fram-
sýni, sem gætir í þessu fyrsta hlutaútboði er eft-
irtektarverð, þegar þess er gæL, að þar er gerc
ráð fyrir kælirúmi í hinum fyrirhuguðu skipum,
sem í þá daga var afar sjaldgæft. 1 þessum kafla
gefur og að líta ávarp það, sem sent var til allra
landsmanna, og hlutaútboðsbréfið. Þá getur í
þessum kafla um fyrstu bráðabirgðastjórn fé-
lagsins, og skipaði forsæti hennar Thor Jensen.
Þriðji kaflinn er um fyrstu hlutafjársöfnun-
ina, undirbúning hennar og árangur, ásamt yfir-
liti yfir hlutaféð úr hinum ýmsu sýslum lands-
ins. Einnig getur í þessum kafla um hlutafjár-
söfnunina vestan hafs og þá menn, er þar beittu
sér fyrir framgangi málsins.
Næst eru tveir kaflar, annar um stofnfundinn
og hinn um það, þegar félagið tekur til starfa
með Sveini Björnssyni í formannssæti, Emil
Níelsen sem framkvæmdarstjóra, ásamt 6 með-
stjórnendum.
Sjötti kaflinn er um smíði fyrstu skipanna og
komu þeirra til landsins og nefnist hann „Heill
og sæll úr hafi”. Er hann hinn skemmtilegasti,
og er það ljóst tákn um fögnuð og hrifningu
landsmanna við komu skipanna, er vér lítum yfir
þennan kafla og sjáum allar þær árnaðaróskir í
ljóðum, sem mættu þeim. Gullfoss, sem var
VÍKINGUR
6