Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 8
„GULLFOSS" kemur til Vestmannaeyja, í fyrsta sinn, 1915. stríðinu stafa, og munu allir, sem unna hag og velferð siglingamála vorra harma það. Því næst koma kvæði og minni, sem skipunum hafa borizt frá farþegum og unnendum þeirra, sem vissulega eru fjölmargir. Síðan koma samþykktir félagsins og loks margs konar fróðlegar yfirlitsskýrslur, sem glögglega tala máli þess starfs og afreka, sem Eimskipafélag Islands hefir af höndum leyst. Hér hefir aðeins verið í stórum dráttum stikl- að á aðalefni þessa fróðlega og skemmtilega rits. Rétt er að geta þess, að hinar fjölmörgu góðu myndir úr þróun og starfi félagsins, sem í rit- inu eru, prýða það bæði og gera það enn skemmti- legra yfirferðar. Það væri fjarstæða að ætla sér í stuttri grein að geta alls þess, sem rétt væri að ryf ja upp og minnast á í hinu skemmtilega afmælisriti Eim- skipafélags íslands. Til þess þyrfti svo að segja hver blaðsíða ritsins að fá sérstakt rúm. Hér verður því að staldra við og stynga hendinni í barm sinn. Allt frá byrjun hafa beztu menn ráðizt í þjón- ustu félagsins og veitt því forstöðu. Núverandi formaður þess, Eggert Claessen, hæstaréttar- málaflutningsmaður, og framkvæmdarstjóri þess Guðmundur Yilhjálmsson hafa að allra dómi lagt óeigingjarnt og blessunarríkt starf af mörkum, félaginu til framgangs og eflingar. Allir þeir, sem unna Eimskipafélaginu, munu með þakklæti í huga minnast þeirra, sem fyrstir bentu fram á veginn og ruddu ísinn. Þeir munu minnast framkvæmdarstjóranna fyrir gott upp- eldi á þessu óskabarni þjóðarinnar. Og þeir munu minnast þeirra, sem stýra „Fossunum" yfir hinn úfna sæ og á þann hátt ljá félaginu lið sitt til frama og gengis. Þjóðin öll mun í nútíð og framtíð standa fast um Eimskipafélag Islands og Ijá því óskipt fylgi sitt. Þeir, sem Eggert Claessen, formaður E. f. VIKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.