Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 14
£MIL JÓNSSON, vitamálastjóri: Vitabyggingar 1940 Samkvæmt ósk ritstjórans fer hér á eftir stutt yfirlit yfir nýjarvitabyggingar,sem vænt- anlega verða re.istar á yfirstandandi ári. Á fjárlögum fyrir árið 1940 eru veittar til nýrra vitabygginga 65,000,00 kr. Er það sama upphæðin og veitt hefir verið undanfarin ár í þessu skyni. Atvinnumálaráðherra ákveður svo, að fengnum tillögum vitanefndarinnar, en í henni eiga sæti skólastjóri Stýrimannaskól- ans, forseti Fiskifélagsins og undirritaður, hvar þessi fjárveiting skuli notuð. Nefndin hefir nú lagt til og ráðherra sam- þykkt, að fjárveiting ársins 1940 verði notuð þannig: 1. Til að fullgera Þrídrangavitann við Vest- mannaeyjar, en bygging hans var hafin árið sem leið, og vitahúsið þá steypt upp og gengið frá því að fullu. Ljóstækin hafa líka þegar verið fengin til hans mest öll. Vantar aðeins ljósakrónuna, sem von er á með næstu skipum. Verður þá fyrsta tækifæri notað, sem gefst, til að ganga frá vitanum. Vitabyggingin í Þrídrang er fyrir margra hluta sakir all-merkileg. Kletturinn virð.ist við fyrstu sýn all-óárennilegur, um 40 metra hár þar sem hann er hæstur, en um 33 metra þar sem vitinn stendur. Þverhnýptur er hann á alla vegu og tiltölulega lítill um sig, aðeins uin 50 m. á lengd og tæpir 20 m. á breidd, sam- kvæmt lauslegri mælingu, sem gerð var uppi á klettinum haustið 1938, þegar ákveðið var að hefjasL handa um bygginguna. Engin tök eru á því að hafa stöðuga gæzlu í vitanum af mörgum ástæðum. Vitinn verð- ur því sjálfvirkur, og eins tryggilega frá hon- um gengið og frekast eru föng á. 2. Til að byggja nýjan vita á Rauðanesi inn- arlega í Borgarfirði. Á Miðfjarðarskeri í Borgarfirði utanverðum var árið sem leið reistur viti, sem ætlað er að lýsa yfir mynni fjarðarins og allt ,inn á móts við Borgareyjar. En til þess að f jörðurinn megi teljast sæmilega lýstur vantar enn smáljós fyr- ir innsta hluta hans. Hefir því nú verið ákveðið að reisa lítinn vita á Rauðanesi norðan fjarð- ar, sem tekur við þegar Miðfjarðarskersvita sleppir. Er honum ætlað að ná saman við jnn- sigiingaljós Borgarneshafnar. Siglingarnar í Borgarnes eru svo miklar nú orðið, síðan áætlunarferðir hófust þaðan til Norðurlands, að samkvæmt skýrslu, sem mér hefir borizt um þetta efni má gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns fari þarna um á ári hverju, að minnsta kosti. Þegar svo er komið, og tillit er tekið til þess hversu leiðin er hættu- leg, bæði krókótt og grunn, virðist með fullu óafsakanlegt að reyna ekki að koma upp vit- um á þessari le.ið. Um hitt má vitaskuld deila hvor leiðin verði heppilegri fyrir þessa fiutninga norður, Akra- nessleiðin eða Borgarnessleiðin, eða jafnvel enn aðrar leiðir. En úr því, sem komið er, virð- ist mega ganga út frá því vísu að veruleg umj ferð verði um þessa leið framvegis eins og hingað til. 3. Til að endurbyggja vitann á Kálfshamars- vík. Þar er nú lítill viti með mjög litlu ljós- magni og stendur auk þess mjög lágt, enda hafa tíðar kvartanir borizt yfir honum. Svæð- ið fyrir utan og norðan vitann er líka allhættu- legt, þar sem er Skallarifið, og af þeim or- sökum er mjög nauðsynlegt að hafa all-sterkt VÍKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.