Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 15
ljós yfir þetta svæði, og miklu sterkara en níi
er. Veiðiskip eru líka oft á ferð einmitt á þess.
um slóðum og kemur það illa að vitinn er ekki
sterkari.
Vitinn verður nú hækkaður verulega, og
ljósmagnið aukið, 6—8-faldað. Sjónarlengd
vitans verður þá 14 sm.
Vitinn var byggður í Málmey 1936 og ’37,
og var gert ráð fyrir að viti kæmi á Straum-
nesið strax á eftir, en önnur verk, sem talin
voru meira aðkallandi hafa verið látin ganga
fyrir. Nú er meiningin að bæta úr þessu, enda
má segja að Málmeyjarviti komi þá fyrst að
fullum notum, þegar þessi viti er kominn líka.
Sjónarlengd vitans verður sennilega um 12
sm. yfir Fljótavíkina og all-langt vestur fyrir
Málmeyjarboða.
Þegar um það er að ræða hvernig nota skuli
vitaféð, þetta fé, sem veitt er til nýbygginga
árlega, kemur auðvitað margt til álita. Enn
eru svo fjölmargir staðir, víðsvegar kringum
land, þar sem þörfin er mjög brýn fyrir nýja
vita, og aðeins lítið eitt bægt að gera á hverju
ári. í þetta sinn koma helzt til greina Þor-
móðssker við Mýrar. Grenjanesið á Langanesi,
vesturströnd Húnaflóa, kringum Ingólfsfiörð
og víðar, og radioviti á Vestfjörðum, t. d. Gelt-
inum eða Horni. Allt eru þetta staðir, sem
ákaflega væri æskilegt að fá vita á, en ýms
rök bnigu að því, að valið féll á þá staði, sem
áður eru nefndir.
Kamelíus og haiið
Náttúran átti ekki mikið eftir af viti, þegar
hann Kamelíus fæddist. Kamelíus var að vísu
það, sem kallað er „normal“, og það á við marg-
an annan. En í hátíðlegum skjölum, á hátíðlegu
máli^sem koma frá hátíðlegum mönnumáhátíð.
legum skrifstofum, var Kamelíus látinn hafa
„lélega þroskaðar gáfur“, og ef satt skal segja,
þá niun þessi setning hafa hæft Kamelíusi, sv< na
daglega tekið. Faðir hans var fiskimaður og
átti bát. Hann var fátækur, eins og flestir fiski-
wenn. Og þar sem bátur er, þótt lítill sé, þarfnast
fleiri handa en bara eigandans, þá var Kamelíus,
sem fékk þroskaðri hendur en heila, ekki gamall,
þegar hann var tekinn með í róðra.
Hann Kamelíus fór að elska hafið. Raunar
hvæsti það og ybbaði sig annað kastið. En það
gat líka komið fyrir friðsamt fólk. Hafið gerði
ekki grín að Kamelíusi og lék hann jafn grá-
lega og mennirnir áttu til að gera. — Hafið
greindi ekki á milli skynsamra og heimskra.
Og sjóinn og ströndina og grynningarnar ná-
lægt heimkynni sínu, þekkti hann Kamelíus eins
vel og buxnavasana sína.
Fiskiflotinn lá allur inni, því að stormar og
brim höfðu geysað svo vikum skipti. Sjómenn-
irnir gengu auðum höndum, eyrðarlausir og
órólegir. Oft á dag varð þeim gengið á þá staði,
sem bezt sást til himins og hafs. En Kamelíus
hafði það öðru vísi. Hann settist niður á kamb-
inn, þar sem froðan lék um fjörugrjótið. í klof-
háum stígvélum og olíufötum, með sjóhatt, sat
hann og studdi hönd undir kinn og starði. Hann
horfði á brimskaflana rísa, hækka, nálgast og
og brotna á skerjunum. Dagarnir liðu. Menn
fóru að tala um „ elztu menn“ og í „manna
minnum", þegar að talið barst að óveðrinu. En
Kamelíus kærði sig ekkert um það, sem „elztu
menn mundu“, hann sá bara hafið í öllum sín-
um óteljandi myndum.
En dag nokkum starði Kamelíus hvassara en
hann átti vanda til. Yzt úti var eitthvað, sem
15
VÍKINGUR