Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 17
Skipstjóranum fannst þessi hafnsögumaður
stýra skipinu einkennilega, borið saman við
kortið, sem hann horfði á, og starði í land, sem
hann miðaði við.
Hann bjóst við að skipið tæki niðri á hverri
stundu. Það bopsaði einu sinni í honum: „Hérna
framundan er sýnd grynning með aðeins þriggja
feta vatni“.
„Hún hefir flutt sig“, svaraði Kamelíus.
„Ég myndi hafa stefnt lengra inn“, sagði
skipstjórinn.
„Þá myndir þú hafa fundið grynninguna“,
sagði Kamelíus þurrlega, „sandgrynningar
liggja ekki kyrrar í brimróti“.
Þá steinþagnaði skipstjórinn — hafnsögumað-
urinn hlaut að vera óvenju dugandi og kunnug-
ur staðháttum.
Kamelíus sleppti ekki stýrinu fyrr en Briggin
lá bundin inn við hafnargarð. Þá bað hann um
kaffisopa. Skipstjórinn fór með hann niður og
lét bera fram hverskyns kræsingar.
„Farðu úr gallanum“, sagði hann, og Kamelí-
us gerði það. Þegar skipstjórinn sá Kamelíus án
sjóklæðanna, brá honum í brún. Þessi duglegi
hafnsögumaður var bara stráklingur.
„Hvað ertu gamall?“ spurði hann.
„Ég er þrettán ára!“ kom svarið rólega.
„Þrettán ára“, muldraði skipstjórinn, „hefði
ég vitað það, þá myndi ég ekki hafa fengið þér
skip og mannslíf í hendur af fúsum og frjálsum
vilja“.
„Nei, en þá hefði ströndin heima líklega verið
þakin rekaldi og flökum nú í nótt, skipstjóri“,
svaraði Kamelíus þurrlega.
Hann stóð upp, þakkaði fyrir sig, fór í sjó-
klæðin og gekk upp á þilfar. Þegar skipstjórinn
kom, nokkrum mínútum síðar, var Kamelíus á
bak og burt, en úti milli brotsjóanna hleypti lítill
bátur suður eftir.
★
Nokkrum vikum síðar kom þykkt bréf til
Kamelíusar. 1 því voru fimm þúsund krónur. —
„Viðurkenning fyrir björgun skips og manns-
lífa“, stóð innan í. Og seinna komu meiri pen-
ingar, nóg fyrir nýjum þilfarsbát. Og allra síð-
ast komu heiðursmedalíur, bæði úr gulli og
silfri með skrautlegum stöfum.
En Kamelíus kærði sig ekkert um þetta allt.
Hann sat niðri í flæðarmálinu og rabbaði við
sinn góða vin — hafið. Hann skildi það. Og það
virtist sem hafið skildi hann, og væri honum
hliðholt eins og góðum vin.
Baldur
Steingrimsson,
skrásetningarstjóri.
Baldur Steingrímsson þekkja flest allir sjómenn liéðan
ur Reykjavík, og nágrenui. Hann hefir verið skrá?etning-
arstjóri í 11 ár eða frá 2. jan. 1929, og hefir því tekiS
upp nöfn allra þeirra sjómanna, er á skip hafa farið héð-
an úr Reykjavík, og sumra oft á ári. Nýlega hefir Baldur
17
látið af starfi sem skrásetningarstjóri, og munu allir
sjómenn sakna þess, því að hann var sérstaklega lipur og
vinsæll í sínu starfi. — Oft hefi ég ónáðað Baldur með
hinar og aðrar upplýsingra en alltaf fengið greið svör.
enda er hann stálminnugur. — í>að lætur nrorri, að það
sé um 100 skip, sem skrásett er á hdðan árlega, og reikni
maður með 15 manna áhöfn að meðaltali, sem er sízt of
mikið, þar sem á sum skipin er skrásett oft á ári, að
þá hafi hann skráð um 16.000 sjómenn. Ekki alls fvrír
löngu hitti ég Baldur að máli og spurði ég hann hvernig
hann kvnni við verkaskiftin.
„Mér þykir leitt að þurfa að skilia við siómennina",
sa°’ði hann, ,,en revndar geri ég þnð nú ekki. þó að ég
sé hættur að skrifa þá ur>p. því nð le'ð mín liggur oft
niður á hafnarbakknnn og hitti ég þá oftast hóp af sió-
mönnum, er ég þekki og mér þykir gaman að frétta af.
Mér þætti vænt um, ef Víkingurinn vildi hera kveðiu
mína til siómannanna, með þakklroti fyrir góða við-
kvnningu".
Ég vil einnig nota þetta tækifæri til þess að þakka
Baldri í nnfni siðmannanna fyrir alla hans góðu og
nákvæmu afgreiðslu, og þá ósk siómönnunum til handa,
að eftirrennari hans verði „Baldur annar".
G. H. O.
VÍKINGUR