Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 18
ÁSMUNDUR SIGURÐSSON, stýrimaður á Reykjaborg:
Ferð á togara með ísfisk til Hull
og heitn afl
Við lögðum af stað frá Reykjavík að kvöldi
þess 5. janúar. Sæmilegt veður var, SA-strekk-
ingur með hryðjum. Héldum við sem leið ligg-
ur fyrir Reykjanes og var stefna tekin þaðan
fyrir utan Vestmannaeyjar. Kl. 1 e. h. hinn 6.
fórum við fram hjá Eyjum. Var sama veður-
lag, suðaustan strekkingur og rigning. Þaðan
var stefnan tekin í Pentlandsfjörð. Kl. 6 e. h.
sama dag er skipið var statt ca. 50 sjóm. frá
Vestmannaeyjum, var það lýst upp með ljós-
kastara í ca. 5 mín. Við héldum áfram og urð-
um ekki varir við nejtt annað alla þessa nótt,
en kl. 11 f. h. næsta dag kemur stórt herskip
í veg fyrir okkur og spyr okkur með siglinga-
flöggum, hvaða skip þetta sé, hvert við séum
að fara og hvaða vöru við værum með innan.
borðs. Við svöruðum því eins og var. Sagði
það okkur þá að halda áfram ferð okkar.
Nú var komið gott veður, sunnan gola. Það
skeði ekkert frá því venjulega það sem eftir
var þessa dags, en rétt fyrir hádegi daginn
eftir kemur herskip í veg fyrir okkur og spyr
okkur að því sama og hið fyrra. Við gáfum
sömu svör. Máttum við þá halda áfram. Um
kvöldið vorum við farnir að nálgast Sule
Skerry, sem er klettur um 40 sjóm. í NV frá
Pentlandsfirði. Nú er ekkert ljós á vitanum
þar og ekki heldur í Pentlandsfirði. Ekki er
heldur hægt að fá miðun, því að allir miðun-
arvitar eru dauðir. En ef Wick radio sendir
skeyti, þá tekur maður stundum miðun af því
um leið, en því er ekki treystandi til fulls,vegna
þess, að þeir geta alltaf verið búnir að færa
stöðina, til þess að villa fyrir óvinunum. Hér
á þessum stað vorum við enn þá stöðvaðir og
VÍKINGUR
Asmundur Sigurðsson.
spurðir að því sama og áður. Svöruðum við
eins og var, og máttum því næst halda
áfram. Nú fórum við að nálgast Pentlands-
fjörð, en sáum ekkert land, því að það er
komið kvöld, dimma og drungi í lofti. Kl. 3
f. h. næsta dag (þriðjudag) eigum við ekki
eftir nema 7 míl. að Dunnet Hd., sem er höfði
vestan megin við Pentlandsfjörð að norðan-
verðu. Var þá stöðvað og látið reka. Kl. 7 f.
h. var svo lagt af stað í sundið. Þaðan var
stefnan tekin á Kinnard Hd. og vorum við
þangað komnir ld. 1 e. h. Þaðan er óslitin tund-
urduflalína, er Englendingar hafa lagt suður
með ströndinni. Við höfðum fengið vitneskju
um það heima, að sigla í 7 mílna fjarlægð við
Rattray Head og Buchan Ness.
Enska tundurduflasvæðið er nú um 12 mílur
undan. Það er dimviðri svo að nú verður ein-
18