Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 21
Halldór
Jónsson,
loftskeytamaður:
oga
mnn
bjargar skipshöfninni af bý^ka skipinu ,,Bahia Bla nca“
SV-átt,5 til6 vindstig, með slydduéljum hef-
ir staðið allan daginn. Skipið er bráðum full-
hlaðið. Klukkan er um það bil að verða 22,30
og enginn ytri vottur ber nein merki þess, að
hún nái ekki því marki eins og hvern annan
dag, án þess að nokkuð sérstakt beri til tíð-
inda. Það er nýbúið að kasta vörpunni, og ver-
ið að koma á tog.
En örfáum mínútum síðar er móttekin tiÞ
kynning um það í gegnum loftskeytastöðina,
að þýzkt skip sé að sökkva skammt fyrir norð-
an þann stað, þar sem við erum staddir ásamt
fleiri skipum. Slík tilkynning fer ávallt um
skipið eins og elding. Skipstjóri fyrirskipar
strax að draga aftur inn vörpuna. Öllum venj-
um og reglum er eins og blásið í burt og hver
einasti maður er sér þess meðvitandi, að af
honum verður krafizt hins ítrasta, enda geng-
ur nú allt með örhraða.
Loftskeytin eru sett í noktun og sambandi
náð við hið sökkandi skip. Það heitir ,,Bahia
Blanca“, og hefir rekist á ísjaka. Hefir sent
skeyti til Reykjavíkur og beðið um að senda
dælubát til sín, því mikill leki sé kominn að
skipinu.
„Bahia Blanca“ segist taka því þakksamlega
ef einn togari vilji koma og fylgjast með sér
til öryggis, þar til björgunarskipið komi. Auð-
heyrt er, að hinir þýzku sjófarendur eru ó-
kunnugir allri íslenzkri tilhögun, sem eðlilegt
er, og aðalatriðið hjá þeim virðist eingöngu
vera að bjarga hinum dýra farmi, sem það er
að flytja heim til föðurlandsins. Skipið hefir
getað haldið áfram nokkurn tíma í áttina til
lands, með mjög hægri ferð, en er nú alveg
stanzað vegna sjóþyngsla. Það er afráðið að
við förum til þeirra. Botnvarpan hefir verið
tekin inn og lagt af stað með allri þeirri ferð,
sem skipið á til. Sjór er úfinn og skipið stamp-
ast, veltur og titrar, en því er engu sinnt, bara
að komast áfram. Hásetar vinna að undirbún-
ingi þess að björgun á skipshöfn hins sökkv-
andi skips þurfi ekki að tefjast, ef til kemur.
Á leiðinni höfum við stöðugt samband við
skipið, miðanir eru teknar öðru hvoru, og stefn-
um við rakleitt eftir þeim. Þegar skammt er
orðið eftir til staðarins, sem skipið gaf upp,
sendi það upp flugelda og sáum við þá skipið
beint fram undan. Skömmu síðar, eða um kl.
03,30 vorum við komnir að því. Vindur var
ekki eins hvass þar úti, eða SV 3 til 4 vindst.,
en haugasjór, rigning og dimmviðri. •
Um það leyti fengum við skeyti frá þýz'ka
Halldór Jónsson.
21
VÍKINGUR