Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 22
Ólafur Ófeigsson, skipstjóri á „Hafstein". skipstjóranum, þar sem hann segir enga von til þess lengur að bjarga skipinu, það sökkvi hægt, en stöðugt, og jafnframt fyrirspurn um, hvort við í neyðartilfelli getum tekið á móti 61 manni. Þegar skipstjórarnir höfðu komið sér niður á tilhögun björgunarinnar, var fyrsti bátur-' inn frá hinu sökkvandi skipi látinn síga í sjó- inn. Vorum við þá svo nærri sem unnt var, til þess, ef mögulegt væri að gefa bátnum skjól, jafnframt því, sem lýsi var kastað í sjóinn til þess að lægja öldrunar, og að sjá mætti hverja hreyfingu um borð í hinu stóra skipi (Bahia Blanca var um 11,000 smál. brútto), þar sem það vaggaði þunglamalega á öldunum og frá því barst, eins og þungur niður, sónn brimsins, sem sogaðist í lestum þess. Það lá beint í öld- una og vó salt, frá okkur að sjá eins og stór- kostlegt ferlíki, sem þá og þegar myndi styng- ast á stefnið niður í djúpið. Allt fór rólega fram, eins og um væri að_ eins að gera alvörulausa æfingu, sem engin rödd dauðans ræki á eftir. Bátnum var haldið í davíðum, fullum af mönnum, þar til leiftur- snögg fyrirskipna hljómaði um að sleppa hon- um niður á báruna, sem lyfti skipinu og snögg handtök þeirra manna, sem til þess höfðu ver- ið settir, losuðu talíurnar samstundis og bát- urinn snerti sjóinn. Vindinn hafði heldur lægt, en sjórinn var mjög mikill, eins og oft í undanfari mikilla storma. Veðurstofan hafði spáð um kvöldið hvassviðri og loftvogin var fallin niður fyrir allt sem venjulegt er. Kyrrðin, sem nú hvíldi yfir, var því ekkert annað en stundargrið, sem nota varð vel. Ljósið á björgunarbátnum frá „Bahia Blanca“ sást bregða fyrir í myrkr- inu, þegar hann bar upp á efstu öldutoppana, en auðsjáanlega var illt að stjórna honum eða hreyfa nokkuð að gagni vegna öldugangsins. Skipstjóri okkar tók því þá djarflegu ákvörðun að stýra upp að björgunarbátnum. Djarfleg ákvörðun vegna þess, að örfárra centimetra skeikun gat valdið tortímingu allra þeirra, sem í bátnum voru. En hver mínúta var dýrmæt. Um borð í hinu sökkvandi skipi biðu 45 menn. Þetta heppnaðist giftusamlega og síðan var hver báturinn af öðrum tekinn á sama hátt, alls fjórir. Lang síðastur kom skipstjórabát- urinn. Hásetar okkar gripu hina þýzku sjó- menn hvern af öðrum, um leið og bylgjurnar lyftu bát þeirra jafnhátt borðstokknum hjá okkur. Um kl. 06.45 var björguninni lokið, engum hafði hlekkst á og skipbrotsmennirnir voru allir heilbrigðir og ómeiddir. Nokkrum mínút- um síðar sökk hið stóra og glæsilega skip, full- hlaðið varningi frá suðlægum löndum, sem færa átti heim til föðurlandsins. Hér langt norður á hjara veraldar varð það allt í einni svipan að engu. Hver einasti sjómaður getur gert sér í hugar- lund hve sárt er að missa í djúpið, gott og mik- ið skip sem margháttaðar minningar erutengd- ar við. Skipstjórinn á „Bahia Blanca“ horfði með auðsæjum söknuði eftir skipi sínu, þar sem það var að farast. Þrjátíu og fjóra daga höfðu þeir verið í hafi, án þess nokkursstaðar að koma að landi og þó var staðarákvörðunin, sem hann gaf upp jafn nákvæm, eins og hann hefði verið að láta úr höfn 'fyrir 34 mínútum. Öll framkoma hinna þýzku sjómanna var hin prúðasta og rólegasta; menn á öllum aldri frá 14 ára ungling til 60 ára tóku því sem að höndum bar eins og eðlilegum hlut. Aðeins eitt virtist raska hugarró þeirra: Óvissan um VÍKINGUR 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.