Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 24
GUÐMUNDUR H. ODDSSON:
Sjómannadagurinn
og slarfsem, íians
Undanfarin 2 ár hafa sjómenn helgað sér
einn dag á ári, Sjómannadagurinn, sem jafnan
er 1. sunnudagurinn í júní ár hvert, til þess
að kasta af sér hversdagshamnum-, minnast
liðinna daga og á einn og annan hátt áð kynna
þjóðinni störf sjómannsins. Að Sjómannadeg-
inum hér standa 11 stéttarfélög sjómanna í
Reykjavík og Hafnarfirði. í fyrra var Sjó-
mannadagurinn einnnig haldinn hátíðlegur á
Akransei, ísafirði, Siglufirði og Akureyri, og í
Vestmannaeyjum hefir nú skipstjórafélagið
og sjómannafélagið skipað undirbúningsnefnd
fyrir næsta Sjómannadag.
Starfssvið dagsins víðsvegar um land er
með mjög líku móti. 1 reglugerð Sjómanna-
dagsins hér, sem er í 11 greinum, segir meðal
annars:
1. gr. Einn dagur á ári skal helgaður sjó-
mannastétt landsins, er nefnist Sjómannadag-
urinn.
2. Takmark Sjómannadagsins sé: a.) Að
efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu
starfsgreina sjómannastéttarinnar. b.) Að
heiðra minningu látinna sjómanna og þá sér-
staklega þeirra, er í sjó drukkna. c.) Að kynna
þjóðinni lífsbaráttu sjómanns?ns við störf sín
á sjónum. d.) Að kynna þjóðinni hve þýðingar-
mikfð starf stéttin vinnur í þágu þjóðfélags-
ins. e.) Að beita sér fyrir menningarmálum
varðandi sjómannastéttina, er auka gíldi
hennar.
3. gr. Þessu takmarki sé náð með: ræðum,
útvarpserindum, ritgerðum í blöðum og tíma-
ritum, samkomum sýningum, íþróttum og Öðru
því, sem stéttin getur vakið eftirtekt á sér með.
Framkvæmdir Sjómannadagsins hér hafa
verið æði miklar á ekki lengri tíma, og skal
hér skýrt frá því helzta.
Sumarið 1938 lét Sjómannadagurinn reisa í
Fossvogskirkjugarði minnisvarða á leiði ó-
þekkta sjómannsins. Er það viti úr steinsteipu,
yfir 2y> meter á hæð. Vitinn stendur á steypt-
um stalli, sem í eru lagðir þlágrýtissteinar, er
tákna fjörugrjót. Einnig er steypt bylgjulögð
umgjörð og á hún að tákna öldur hafsins.
Á vitanum eru 2 málmskildir, sem á er letr-
að:
,,Leiði óþekkta sjómannsins frá 1933”.
„Reistur í tilefni af Sjómannadeginum
1938”.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði líkan
af minnisvarðanum af mjög mikilli snilld, að
vanda. — 1 vitann var leitt rafmagn og logar
á honum myrkranna á milli. — Eftir beiðni
Sjómannadagsins hefir rafmagnið til vitans,
verið veitt endurgjaldslaust. Það hefir komið
til tals að beina ljóskasti vitans þannig, að það
falli aðeins innan kirkjugarðsins, og er það
margra álit að það fari betur á því. Á síðasta
vetri efndi Sjómannadagurinn til samkeppi urn
sjómannaljóð. Tvenn verðlaun voru veitt.
1. verðlaun kr. 150,00, 2. verðlauu kr. 50,00.
Þátttakendur voru 47 og mun það eins dæmi.
1. verðlaun hlaut hið góðkunna skáld, Magnús
Stefánsson. (Örn Arnar), fyrir kvæðið „,ls-
lands Hrafnistumenn”, og 2. verðlaun, hlaut
Jón Magnússon, skáld fyrir kvæðið, „Sjó-
mannaljóð”.
VÍKINGUR
24