Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 26
HALLGRÍMUR JÓNSSON, uélstjóri:
Nútíma sjóorrusta
Meðfylgjandi myndir sýna, hvernig sjóorr-
usta er háð nú á tímum. En hún er af viður-
eign þýzka orrustuskipsins „Admiral Graf von
Spee“ og ensku herskipanna „Ajax“, „Achilles"
og „Exeter“ út af ströndum Uruguay í Suður-
Ameríku þ. 13. des. s. 1. Orrustan stóð í 16 klst.
eða frá sólaruppkomu og til þess, er dimmt var
af nóttu og S-pee flýði inn í hcfn í Montevideo.
Hið þýzka, svokallaða vasaorustuskip, var tal-
ið hið fullkomnasta af sinni gerð. Það var búið
27 cm. fallbyssum og gat skotið um 15 sjómílna
vegalengd. Ilraðinn var um 26 sjómílur á vöku.
Ensku skipin voru létt orustuskip eða „beiti-
skip“ (cruiser). „Ajax“ og „Achilles“ með 15 cm.
fallbyssum og 32 sjómílna hraða, og „Exeter“
sem er nokkuð þungbyggðari, með 20 cm. fall-
byssur.
Exeter hitti „Spee“ þrisvar sinnum, en var þá
sjálfur orðinn svo laskaður, að hann varð að
draga sig út úr orustunni. Var þá aðeins ein fall-
byssa hans nothæf og á annað hundrað af skip-
verjum særðir og fallnir.
1. „Ajax“ skerst í leikinn.
VÍKINGUR
,,Ajax“ og „Achilles" héldu orrustunni á-
fram, þar til Spee leitaði undan til hafnar í
myrkrinu. Var hann þá mjöð af sér genginn.
Stjórnturninn laskaður, önnur skipshliðin
sundr skotin og sumra fallbyssur hans ónot-
hæfar. 36 menn voru fallnir og um 60 særðir.
Talið er, að „Spee” hefði átt að bera af óvin-
unum vegna hinna stóru og langdrægu fall-
byssna sinna. En hinir nutu þess, að þeir voru
fleiri og hraðskreiðari. Þeir gátu valið sér högg-
stað, ógnað með sprengjum og tundurduflum,
hulið sig reykskýum til skiftis og með því kornið
að „Spee” óvörum.
„Admiral Graf von Spee“ átti síðan um tvennt
að velja: Láta úr höfn að 4 dögum liðnum, eftir
ófullkomna aðgerð, og mæta óvinunum er biðu
hans fyrir utan landhelgina, eða vera kyrsettur
á meðan strýðið stæði. Var hvorugur kosturinn
góður. Hitt vekur þó hína mestu furðu, að þýska
herstjórnin skyhli taka þá ákvövðun, sem raun
varð á að láta sökkva þessu mikla og góða skipi,
og með því undirstrika svo geipilega ósigur þess.
26