Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 28
Jóhann
Þ. Jósefsson,
alþingisniaður
Útilegan
/ Vestmannaeyjum 1869
Sæbrattar, svipmiklar og tígulegar rísa Vest-
mannaeyjar úr hafi fyrir Rangársandi. Óvíða
mun vera meiri náttúrufegurð, þegar gott er
veður, eða veðurblíða jafn-dásamleg og stund-
um er í Eyjum, þótt oft sé þar stormasamt. Þá
er og fagurt að horfa til lands úr Eyjum, þeg-
ar góð er fjallasýn; svo fagurt, að vart mun
annað útsýni fegurra á landi hér. „Aldrei man
ég á fósturfoldu fegurri sýnir við mér skína“,
kvað séra Matthías, er hann minntist landsýn-
arinnar af Helgafelli í Vestmannaeyjum. Úr
landi er og fallegt að horfa út til Eyja, þegar
gott er sýni. ,,Sem safírar greyptir í silfur-
hring, um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring“,
kvað Einar Benediktsson, er hann var sýslu-
maður í Rangárvallasýslu.
Vestmannaeyjar hafa líka löngum haftheill-
andi áhrif á hugi sveitapiltanna í Rangárvalla-
sýslu og nærsýslunum yfirleitt, og hefir mörg-
um þótt fýsilégt að leita út þangað til fjár og
frama. Til Eyjanna sóttu menn úr nærsýslun-i
um, mannsaldur eftir mannsaldur, björg handa
sér og sínum, stunduðu fiskveiðar frá Eyjum,
ýmist á eigin skipum, eða þeir réðust í skip-
rúm til Eyjamanna. — Þessar vertíðardvalir
,,landmanna“ (svo voru menn úr landi jafnan
kallaðir), úti í Eyjum urðu einatt til þess, að
þeir ílentust þar; oftast fyrst um sinn í vinnu-
mennsku, en staðfestu síðan ráð sitt, urðu
sjálfstæðir útvegsmenn og undu glaðir við sitt,
meðan þeim entist aldur til. Þrekmestu og
beztu starfskraftana lögðu nærsýslurnar,
Skaftafells- og Rangárvallasýsla, lengst af Eyj-
unum til. Árnessýsla líka að nokkru leyti, en
VÍKINGUR
J óhann Þ. J ósefsson.
_þó einkum á hinum síðari áratugum. Það voru
þróttmiklir og fjölhæfir menn, margir hverjir,
þessir ,,landmenn“, sem sóttu ár eftir ár til
sjóróðra í Eyjum. Jafnvígir á alla vinnu,
bæði til sjávar og sveita, oft góðir bygginga-
menn, og margir hverjir hinir beztu smiðir.
Bjargmenn góðir eða fjallamenn, sem nefndir
eru í Eyjum, voru ýmsir þeirra, er af landi
komu, þó einkum Mýrdælingar og stöku Ey-
fellingar.
Þótt Vestmannaeyjar séu hinar fegurstu á
að líta og gott sé þaðan að sækja til aflafanga,
28