Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 29
Utsýii yfir Vestmanna-
eyjar. 'l'il vinstri á inynd-
inni sést Eiðið, en til
hægri sést út til Bjarn-
areyjar, þar sem skipin
láu.
þegar veðurfar er gott, þá er því miður oft svo,
og hefir löngum verið, að hamfarir náttúruafl-
anna hafa gert þar skjót umskipti og á vet-
fang.i skapað stórhættur hinum áræðnu sjó-
mönnum, er stundað hafa atvinnu sína á þess-
um slóðum. Þeir eru margir, hildaríeikimir,
sem á undangegnum mannsöldrum hafa verið
háðir af sjómönnum frá Vestmannaeyjum á
hafinu kringum Eyjarnar. Barátta þeirra við
brim og boða, við storma og stórviðri, hefir
endurtekið sig áratug eftir áratug. Þær eru
fæstar færðar í letur, sögurnar af baráttunni
upp á líf og dauða, af hetjudáðum og frábærri
hreysti þessara manna, eins og raunar sjó-
manna vorra annarra víðs vegar við landsins
strendur.
Hér verður nú gerð tilraun til að skýra
nokkuð frá einum stórviðburði í sjómannalífi
Vestmannaeyinga, sem er eitt af mörgum átak-
anlegum dæmum um þær þrautir, sem íslenzku
sjómennirnir á opnu skipunum urðu stundum
að reyna; en það er hin svokallaða útilega,
sem átti sér stað árið 1869.
Er hún sögð hér að mestu nákvæmlega eftir
handriti Gísla heitins Lárussonar kaupfélags-
stjóra og gullsmiðs frá Stakagerði í Vest-
mannaeyjum, sem nú er látinn fyrir nokkru.
En Gísli heitinn hafði sjálfur. verið formaður
á opnu skipi um langt árabil í Vestmannaeyj-
um. Þá er og stuðzt við aðrar sögusagnir, en
þó einkum við það, er mér sagði Sigurður Vig-
fússon (almennt kallaður Siggi Fúsason), er
bjó að Fögruvöllum í Vestmannaeyjum, og
einnig er fyrir nokkru látinn. í Sögum og sögn-
um frá Vestmannaeyjum, sem Jóh. G. Ólafs-
son cand. jur. hefir safnar, er útilegunni og
lýst, en eftir öðrum heimildum. Sama er að
segja um ritgerð um þennan atburð, er í fyrra
birtist í Sd. blaði Alþýðubl. Heimildarmenn
þeir, sem ég hefi skráð þetta eftir eða þó aðal-
lega Sig. Vigfússon, telja einu skipi fleira í
útilegunni en gert er af heimildarmönnum, er
að áðurgreindum ritgerðum standa.
Aðfaranótt hins 25. febrúar 1869 var í Vest-
mannaeyjum ofsa austanveður. En undir morg-
uninn lygndi, og um klukkan 9 árdegis var
komið stillilogn. Brim var allmikið, eftir stór-
viðrið, svo að „sagði til Leiðar“. (,,Leið“ var
kölluð innsigling inn á innri höfnina á stuttu
bili, og braut oft þvert yfir innsiglingu þessa í
stórbrimum. Og þegar byrjaði að brjóta á
,,Leiðinni“, var komizt svo að orði, að „segði
til Leiðar“). Loftsútlit var ótryggilegt og kafa-
þykkni. Vertíðin mátti heita að vera í byrjun,
og hafði lítið orðið vart við fisk. En þó fóru
menn þennan dag að tygja sig til róðra, og
munu flestir hafa róið um klukkan 11. En með
því að útlit var ótryggt, fóru fæstir nema
VÍKINGUE
29