Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 39
Frá félögunum
Á fundi, er skipstjórafélagið Ægir hélt 5.
des. 1938, með útgerðarmönnum og sjómönn-
um á Siglufirði, voru eftirfarandi tillögur sam-
þykktar í einu hljóði:
1. Sameiginlegur fundur sjómanna og útgerð-
armanna haldinn að tilhlutun skipstjórafé-
lagsins Ægir, Siglufirði, skorar á yfirstand-
andi alþingi (þ. e. haustþingið 1939), að
hlutast til um, að viðunandi uppbætur verði
gefnar á bræðslusíldarverði síðastl. sum-
ars, og þar með, að hluti hins óvænta gróða
renni til þeirra aðila, sem bera áhættu og
erfiði síldveiðanna.
2. Almennur fundur sjómanna og útgerðar-
manna haldinn á Siglufirði 5. des 1939,
skorar á yfirstandandi alþingi að breyta
lögum Síldarverksmiðja ríkisins þannig, að
í stjórn verksmiðjanna verði þrír menn
þannig kosnir: Einn frá sjómönnum, þeim
er skipta við verksmiðjurnar, annar frá
útgerðarmönnum þeim, er skipta við verk-
smiðjurnar og sá þriðji skipaður af ríkis-
stjórninni.
Fundarsamþykktir þessar voru síðan sendar
alþingi, en þar lágu fyrir svipaðar samþykktir
frá sömu aðilum víðsvegar að af landinu. En
það virðist svo, sem flestum þingmönnum þjóð-
arinnar hafi fundist kröfur þessar ekki þess
verðar að hið háa alþingi Islendinga tæki þær
til greina, fi-ekar öðrum kröfum stéttarinnar.
Ætti íslenzka sjómannastéttin, að afstöðnu
þessu síðasta alþingi, ekki lengur að vera í
vafa um hið raunverulega hugarþel íslenska
löggjafarvaldsins til hennar og hinna margum-
töluðu fórna hennar í þágu þjóðfélagsins.
Um það, hvort sjómönnum og útgerðar-
mönnum beri að fá uppbætur á bræðslusíldar-
verði frá síðastliðnu sumri eru máske skiftar
skoðanir og margir sem líta svo á, að þar
sem síldin var seld föstu verði, en ekki lögð
upp til vinnslu, hafi síldarseljandinn engar
frekari kröfur að gera. En því er til að svara:
í fyrsta lagi er ekki við því að búast að
síid sé lögð upp til vinnslu í Síldarverksmiðjur
ríkisins meðan sjómenn og útgerðarmenn fá
engu ráðið um val þeirra manna, er stjórna
fyrirtækinu, og dylst engum manni hversu ó-
eðlilegt þar er, að þeir aðilarnir sem bera uppi
þetta stóra fyrirtæki skuli engu fá ráðið um
stjórn þess og starfsemi. í öðru lagi: þegar
bræðslusíldarverðið var ákveðið af stjórn verk-
smiðjanna s.l. sumar, var það byggt á fyrir-
fram sölu, er fram hafði farið á hluta af af-
urðum verksmiðjanna, og svipuðu verðlagi á-
fram. Þá þegar töldu sumir stjórnarmeðlimir
verðið of lágt. En svo þegar stríðið braust út
hækkuðu afurðir verksmiðjanna gífurlega í
verði, og um leið raskaðist grundvöllur sá, er
verðið var byggt á.
Við stríðið myndaðist á ýmsan hátt alveg
sérstakt ástand. Síldarútflutningur allur var
stöðvaður í bili og fékkst ekki aftur nema gegn
hækkuðu síldarverði og það þó um fyrirfram-
sölu væri að ræða. Þær síldarverksmiðjur, sem
höfðu selt alla framleiðslu sína fyrirfram, en
ekki flutt út, fengu verðhækkun að miklum
mun. En íslenzka sjómannastéttin, framleiðslu-
stéttin sjálf, hún hefir enn ekki fengið verð-
uppbætur þrátt fyrir kröfur sínar.
Athugi maður nú aflaskýrslur síldveiðiskip-
anna frá síðastliðnu sumri, sér maður fljótlega,
að meirihluti alls síldveiðiflotans hefir ekki
fiskað fyrir tryggingu. En það sýnir, að áhafn-
ir þessara skipa fara frá borði að vertíð lokinni
með svo að segja tvær hendur tómar, og út-
VÍKINGUR
39