Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 20
3. mynd: Efst er mynd af átuvélinni. par er sýnt hvar vírinn er festur (Towing head) og hvar vélin er opnuð lil þess að láta í hana silkipjötlu (Opening). Á miðri myndinni er sýnt, hvernig vélin er opnuð, þegar skipt er um silki. Silkipjatian í vírhringnum (Disc) er sýnd sérstaklega. Ncðst á myndinni er skip, með átuvél úti. að henni, ef sjálfritarinn væri hafður í gangi á meðan togað er. En sjálfritarinn er til fleira nýtur, heldur en þess eins að gefa upplýsingar um dýpi og botn- lag. Norðmönnum hefir nú tekizt, hverja ver- tíðina eftir aðra, að kortleggja útbreiðslu þorsk- torfanna við Lofoten, þegar fiskurinn er uppi í sjó. Getur vel hugsast að svipuðum árangri mætti ná hér á vertíðinni, og ætti það að vera meira en lítill fengur fyrir fiskiskipin, ekki sízt þegar þorskurinn heldur sig á óvanalegum stöð- um, eins og hefir viljað brenna við síðustu undanfarin ár. Loks hefir sjálfritandi berg- málsdýptarmælir komið að miklu gagn á síld- veiðum við önnur lönd. Hér við land hefir enn sem komið er enginn árangur fengizt í þessa átt við Norðurland, eins og ég benti á í 8. hefti Ægis 1940. Þó má vera, að ekki sé fullreynt enn, og hér sunnanlands er alveg óreynt og væru meiri líkur til þess að hægt væri að finna ,,Faxaflóa-síldina“ á þennan hátt, heldur en þá norðlenzku. Loks er þess að geta, að sjálfritari, í sam- bandi við bergmálsdýptarmæli, myndi auka stórum öryggi skipanna, þegar siglt er í myrkri eða dimmviðri og draga stórum úr strand- hættu. Um verðið á sjálfritaranum vil ég taka það fram, að Otto Arnar, loftskeytafræðingur, hefir tjáð mér, að það sé um 225 sterpd. Mun Arnar hafa sambönd í Englandi til þess að út- vega þessi tæki og er það óneitanlega mikill kostur, ef hægt er að greiða mælana í enskri mynt. 2. Átuvélin. Hér er átt við „The Plankton ln- dictator“, sem prófessor A. Hardy, er kennir dýrafræði við háskólann í Hull, Englandi, hefir fundið upp. Vélin er um 50 cm. langur, holur sívalningur, dálítið odddreginn í báða enda. Á henni eru vængir og einskonar stýri, til þess að hún snúist ekki, en fari sem bezt í sjónum. I hlekki, framan á vélinni, er festur vír sá, sem hún er dregin í á eftir skipinu. Þar sem mjódd- in byrjar á afturenda vélarinnar er hægt að opna hana og þar er látin í hana silkipjatla, sem er þanin út í vírhring. Vélin er látin í sjóinn þótt skipið sé á fullri ferð og þarf ekkert að hægja á, þótt hún sé dregin. Þá má einnig taka hana inn, án þess að hægja ferðina og er það mikill kostur. Til þess að draga vélina inn er notuð sérstök vinda. Otto Arnar hefir tjáð mér að allur þessi útbúnaður, ásamt kassa utan um vélina og tólf silkipjötlum, kosti nú hingað kom- inn 400 kr. I þessu verði er einnig fólginn vír og vinda. Silkipjötlurnar má nota hvað eftir annað með því að skola þær. Átuvélin hefir verið reynd mikið nú á síðari árum við strendur Bretlands, eingöngu af rek- netabátum, og hefur hún reynzt prýðilega. Hún er mjög einföld í notkun, því ekki þarf nema að 4. mynd: Silkipjatlan í vírhringnum er látin í þetta áhald til þess að veiðin verði rannsökuð. Átuna má að vísu einnig sjá með berum augum, en þó ekki eins vel. VÍKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.