Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 19
2. mynd: Hér er línurit af dýpinu milli staðanna I og II á 1. mynd. Efri hluti myndarinnar er tekinn á stœrri mælikvarðann, en hinn neðri á þann smærri. Myndin er teiknuð eftir línuritinu, sem sjálfritarinn gerði. Á efri hluta myndarinnar er fjarlægðin á milli láréttu strikanna 5 faðmar, á neðri hlutanum 2.5. Neðri hluti myndarinnar sýnir sérstaklega greinilega muninn á hrauninu og slétta botninum fyrir innan. Sumir hraundrangarnir eða hólarnir eru 5—6 faðmar á hæð eða hærri. ekki. Á sjálfritaranum eru tveir mælikvarðar, og getur maður með einu handtaki skipt frá öðrum yfir á hinn. Minni mælikvarðinn getur sýnt dýpi, sem er allt að því um 75 faðmar, og er hann mjög nákvæmur, en þegar hann hrekk- ur ekki lengur, tekur stærri mælikvarðinn við og getur hann sýnt dýpi, sem er allt að því um 150 faðmar. Að sjálfsögðu er mæliborðið með ljósinu jafn gott og gilt fyrir því, þótt sjálf- ritarinn sé kominn í viðbót, og er því einnig hægt að nota mælinn upp á gamla mátann eins og áður. Til þess að gera gleggri grein fyrir því, hvern- ig sjálfritarinn sýnir botnlagið, vísa ég til 1. og 2. myndar. Fyrsta mynd er kort af Faxaflóa, og eru sýndir þar tveir staðir, annar innst í Jökuldjúpi (I), en hinn nokkuð utan landhelgis- línu í Hafursfirði (II). Á einum rannsóknar- leiðangri Þórs fórum við á milli þessara staða (frá I til II)pg höfðum sjálfritarann í gangi. Fyrst urðum við að nota stærri mælikvarða sjálfritarans, en þegar við komum á þann stað, þar sem merkt er með litlu þverstriki á línunni milli I og II á 1. mynd, skiptum við yfir á hinn og úr því sést botnlagið prýðilega. 2. mynd sýnir nú dýpið og botninn milli staðanna, og er efri hluti myndarinnar tekinn á stærri mæli- kvarðann (inn að þverstrikinu á 1. mynd), en neðri hlutinn á þann minni. Fjarlægðin á milli láréttu strikanna á efri hluta myndarinnar er 5 faðmar, en á neðri hluta hennar (litli mæli- kvarðinn) 2.5 faðmar (enskir). Á neðri hluta myndarinnar sést botnlagið mjög greinilega: Karga-hraun, en allt í einu kemur maður inn fyrir hraunbrúnina og þar er botninn rennislétt- ur. Það er áreiðanlegt, að það mætti spara margt „rifrildið“ á vörpunni, ef togararnir okkar hefðu sjálfritara. Auk þess ætti að mega sjá marga „festuna“, áður en varpan sjálf kemur VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.