Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 28
GUÐMUNDUR EGILSSON, loftskeytam.: Mitf í hildarleik num Skömmu fyrir hádegi sunnudaginn 15. sept. s. 1. lagði Snorri goði af stað frá Fleetwood á- 'eiðis til íslands. Var þá strekkingsvindur af norðvestri, sem fór lygnandi þegar á daginn leið og var komið blíðviðri um kvöldið, sem hélzt það sem eftir var nætur. Varð það mörg- um mannslífum til bjargar, eins og sagt skal frá hér á eftir. Kl. 1,30 um nóttina sást allt í einu eldblossi rjúfa náttmyrkrið, magnaðist hann fljótt og varð af mikill eldur. Varð mönnum ljóst, að loftárás hefði verið gerð á skip, sem var skanmit frá okkur. Nokkrum augnablikum síð- ar heyrðist í flugvél yfir okkur, en hún hélt síðan á brott. Mún það hafa verið flugvélin, sem árásina gerði. Við breyttum þegar um stefnu og héldum til hins brennandi skips. Ailir menn voru kallaðir á þiljur og undirbúningur að björgun hafinn, ef á hjálp okkar þyrfti að halda. Eftir því, er skipbrotsmenn sögðu okkur síð- ar, var þetta nýtízku farþegaskip, sem hljóp af stokkunum 1. jan. 1939, 8500 til 9000 smálestir að stærð, hét „Aska“ og var eign Frakka, en Englendingar höfðu tekið skipið í sína þjón- ustu og var það, í þessu tilfelli, í herflutning- um frá Suður-Ameríku til Bretlands og hafði því nær náð marki sínu er ógæfan skall yfir það. Með skipinu voru um 500 hermenn, skip- verjar voru 120, eða alls um 620 manns. Tvær eldsprengjur höfðu hæft miðskipa og undruðumst við, hve fljótt eldurinn magnaðist og var orðinn að miklu báli, þegar við komum að skipinu. Arinbjörn hersir var samskipa okkur frá Fleetwood og varð hann heldur fyrr á slysstað- inn. Var hann í óða önn að bjarga mönnum á sundi, af flekum og úr bátum, sem voru allt umhverfis skipið, þegar við komum á vettvang. Við sáum að margt manna var enn í skipinu. Óp og köll, brak og brestir af völdum eldsins, skothvellir úr hermannabyssum, sem eftir höfðu orðið í eldinum. Allt fyllti þetta loftið átakan- legum gný og gauragangi. Margir brennandi lífbátar héngu uppi miðskipa. Hafði ekki unn- ist tími til að koma þeim í sjóinn áður en eld- urinn læsti sig um þá. Var því fyrirsjáanlegt, að þeir, sem eftir voru í skipinu, höfðu engin tök á að bjarga sér. Skipstjóri okkar, sem að þessu sinni var Magnús Runólfsson, gaf fyrirskipun um að láta niður stærri lífbátinn, sem var vélknúin ágæt- is-fleyta og ég lít hýru auga eftir það afrek, sem hann leysti þarna af hendi. Fjórir menn fóru í bátinn og lögðu af stað að hinu brenn- andi skipi, voru það þeir Jón Tómassoi; stýri- maður, Eyjólfur Einarsson vélstjóri og háset- arnir Þórarinn Kristinsson og Einar Dag- bjartsson. Var þetta vissulega óálitlegt ferðalag, þar sem þetta var mótorskip og enginn vissi nær eldurinn næði olíubyrgðunum. Ennfremur er sennilegt, að í skipinu hafi verið skotfærabyrgð- ir, því það var vopnum búið og geta allir í- myndað sér þá hættu, sem af því mundi stafa, ef eldurinn næði að reita þær til reiði. Eins og fyrr segir, voru margir flekar og bátar umhverfis skipið, sumir mannlausir, en aðrir með veifandi og æpandi mönnum. Var farið að smala þessu fólki upp í skipið og gekk það mjög greiðlega. Fórum við fyrst að fleka, sem á voru 7 menn, og létu þeir mjög ófriðlega. Kom okkur fyrst til hugar, að hér væri kven- fólk á ferð, því raddirnar voru hár „sópran“, en það kom í ljós, að svo var ekki, heldur voru þetta Hindúar. Klæðnaður þeirra var afar marglitur og aumlegur. Var sjáanlegt, að marg- ir þeirra höfðu verið í fasta svefni þegar árásin VIKINGUR 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.