Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Blaðsíða 21
I \ V / 1 í \ / \ I V \ \ / 5. mynd: þannig lítur veiðin út í áhaldinu, sem sýnt var á 4. mynd. Hér er auðsjáanlega hrein rauðáta, en frekar lítið. taka hana inn við og við og athuga hvaða áta er í silkipjötlunni, hvort hún er mikil eða lítil, rauðáta eða ljósáta o. s. frv. Vélinni fylgir sér- stakt áhald (með stækkunargleri) til þess að athuga með átuna (sjá 3.—5. mynd). Próf. Hardy og aðstoðarmenn hans hafa nú fyrir nokkru birt skýrslu um árangur þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið með átuvélinni, og varð aðal-útkoman þessi: par sem engin rauðáta fékkst, varð meðalv. 3.2 crans þar sem fengust 1—99 rauðátur, varð meðalv. 5.1 — 100—249 7.3 — 250—499 - 12.9 — 500—999 - 14.8 — 1000 rauðátur og meira — 22.0 - Ég hefi haft aðstöðu til þes að reyna þetta áhald hér við land fyrir norðan nú í 7 ár, og hefir það borið ágætan árangur. Vanalega hefi ég dregið vélina 10 sjóm. í senn og tekið hana þá upp og rannsakað átumagnið. Hefir útkom- an jafnan orðið sú, að þar sem vélin hefir sýnt mikla eða talsverða rauðátu, hefir síldveiði reynzt góð, en þar sem lítil eða engin áta hefir verið, hefir veiðin reynzt lítil eða engin. Is- lenzkum fiskimönnum er vel kunnugt um, hvernig norðlenzka síldin fylgir átunni og fara mikið eftir því, t. d. þegar þeir kasta á „ger“, án þess að sjá nokkra síld. En hér er áhaldið, sem á að geta gefið betri leiðbeiningar en nokk- urt annað tæki, sem ég þekki, og vil ég hiklaust mæla með því að sem flest skip eignist það eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefir af því bæði hér og annars staðar. I leiðarvísi með myndum, er próf. Hardy lætur fylgja hverri átuvél, sem seld er, fullyrðir hann, að skipin (reknetaskip) auki veiðina um a. m. k. 25% með því að nota vélina og beita henni rétt. 3. Sjálfritandi hitamælir. Þetta er þriðja hjálpartækíð, sem ég vildi benda sjómönnum á. Því er komið fyrir í botni skipsins, og sýnir það sjálfkrafa sjávarhitann. Þrjú síðastliðin sumur hefir það sýnt sig, að bezta síldveiðin hefir verið í 7—8°C heitum sjó, eins og ég sýndí fram á ritgjörð minni í 8. hefti Ægis 1940. Ef frekari rannsóknir skyldu leiða í ljós, að þetta skyldi reynast óbrigðul regla, er það deginum ljósara að hvílíku gagni sjálfvirki hitamælir- inn gæti komið síldveiðiskipum. Þá vil ég og einnig benda á annað gagn, sem slíkur mælir gæti gert, en það er á karfaveiðunum. Rann- sóknir okkar á ,,Halanum“ hafa sýnt: 1) að straummótin eru þar oftast nær því sem næst alveg lóðrétt, þ. e. ef kaldur sjór er við yfir- borðið, þá er kaldur sjór alla leið til botns, og ef heitur sjór er við yfirborðið, þá er heitur sjór alla leið til botns, og 2) að karfinn er ein- ungis alveg við hitamörkin, í heita sjónum. Af þessu ætti að vera ljóst, að einnig hér ætti sjálf- virki hitamælirinn að vera til hins mesta hægð- arauka. Ég vil enda þessar hugleiðingar með því að hvetja skipaeigendur eindregið til þess að afla ofangreindra tækja, einkum þó hinna tveggja fyrstgreindu, í skip sín, ég held að það ætti fljót- lega að margborga sig. Mér er það að sjálfsögðu kærkomin skylda að gefa hverjum, sem vill, all- ar þær upplýsingar, þetta varðandi, sem ég get látið í té og ef útgerðarmenn hyrfu almennt að því ráði að eignast átuvél handa skipum sínum, teldi ég rétt að rita stuttan leiðarvísi um notkun hennar. I framtíðinni þyrfti kerfisbundin fræðsla að fara fram um þessi efni og önnur skyld í stýrimannaskólanum, sem væntanlega eignast nú brátt það húsnæði, er þjóðin hefir, sér til vansæmdar, látið hann vanta í mörg ár. 21 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.