Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Qupperneq 27
Minningarorð
Hrunadans heimsveldanna í Evrópu er lokið.
Flakandi í sárum er heimurinn eftir þann hild-
arleik.
Vér Islendingar höfum ekki verið beinir þátt-
takendur styrjaldarinnar, en barizt þó.
Sú orusta hefur verið háð drengilega. Hún
hefur beinzt að ógnum og hamförum náttúru-
aflanna, vinda og storma hafsins og þeim tor-
færu leiðum, er sprengjur, tundurdufl og tund-
urskeyti hafa varðað, — við að færa öðrum
þjóðum björg í bú. íslendingar hafa því eng-
um rétt ránshönd, en látið í þess stað koma
margskonar liðveizlu, fyrirgreiðslu og hjálpfýsi.
Slíkt sæmir sönnuni drengjum og óvopnaðri
þjóð.
Þótt svona sé málefnum háttað, hefur íslenzk
sjómannastétt orðið að færa þungar fórnir á
altari heimsviðburðanna. Mörg dýrmæt manns-
líf hefur hún misst og þjóðin öll á bak að sjá
mannvali, er fullkomlega er sambærilegt við
manntap styrjaldarþjóðanna á sjálfum vígvöll-
unum; bæði að hlutfallstölu og hetjudáð.
Ástvinir harma í landi og stara af ströndu,
meðan einhver vonartýra lifir um endurheimt,
en ,,þola og stríða“ áfram, eftir að öll sund
eru lokuð. ,,Blóð, sviti og tár“, eru því heldur
ekki óþekkt fyrirbrigði á Islandi fremur en
annars staðar á undanförnum árum.
Misjafnlega hefur manntjón þetta komið nið-
ur, þegar miðað er við héruð landsins og mann-
fjölda.
Úr einum hreppi á landinu, Þingeyrarhreppi
í Vestur-Isafjarðarsýslu hafa þessir farizt:
1. Við árásina á ,,Fróða“, 11./3. 1941 4 menn.
2. „Hólmsteinsslysið", 30./5. 1941: 3 menn.
3. Er „Péturseyin“ fórst: 1 maður
4. „Hilmisslysið“, 26./11. 1943: 5 menn.
5. Er „Fjölnir" sökk, 9./4. 1945: 2 menn.
Alls 15 menn.
Hér eru ekki taldir aðrir en þeir, sem lögheim-
ili áttu í hreppnum og nemur það hálfum þriðja
hundraðshluta af öllum íbúum sveitarinnar.
Samsvarar það því, að 100 þúsund manna her
hefði misst hálft þriðja þúsund rnanns á víg-
völlunum.
I þessum hóp voru 2 feðgar, 2 mágar og
fernir bræður. Allt vaskir menn og dugandi. Af
þeim voru 4 fjölskyldumenn; hinir ókvæntir.
Allra hefur þeirra verið vel og maklega
VtKlNGVR
minnzt, að þeim undanteknum, er fóruzt með
„Fjölni“, 9. apríl þ. á., og verður þeirra hér að
nokkru getið.
MAGNÚS GESTUR JÓHANNESSON
er fæddur á Ásgarðsnesi við Þingeyri, 25. júní
1922. Foreldrar hans eru Jóhannes Þ. Jónsson,
steinsteypusmiður og kona hans Þorvaldína
Magnús G Jóhannesson.
Helgadóttir. Annan son sinn, Óskar Helga,
misstu þau hjón í „Hólmsteins”-slysinu 30. maí
1941. Var hann þar vélamaður. Son og dóttur
eiga þau eftir, af þeim er upp kamust.
Magnús heitinn var matsveimr á „Fjölni'k —
Að loknu barnaskólanámi gekk hann einn vetur
á héraðsskólann að Núpi. Veturinn 1942—43
sótti hann hér vélanámskeið á Þingeyri og afl-
aði sér vélstjóraréttinda. Stundaði hann svo
jöfnum höndum sjómennsku og landvinnu, og
var ötull og lagvirkur að hverju sem hann gekk.
Natni hans og ástundun gerði hann færan um
að reynast vel, þótt hann legði fyrir sig fjöl-
þætt og ólík verk, og kunni til sjómennsku jafnt
og almennra sveitastarfa.
Hann var glaðlyndur, en þó viðkvæmur í
lund. Fór sínu fram og hafði lítt orð á, þótt
hann skipti skapi. Góður félagi og vinsæll.
Saknað mest af þeim, er þekktu hann bezt.
Hreinlundaður og tryggur.
PÉTUR SIGURÐSSON
er fæddur að Hvammi í Dýrafirði, 25. marz
1918. Foreldrar hans: Sigurður Jónsson, bóndi
og vélstjóri í Lægsta-Hvammi og Margi-ét Arn-
finnsdóttir kona hans.
Sigurður, faðir Péturs, var 2. vélstjóri á
línuveiðaranum „Pétursey“ og fórst á leið til
Englands með því skipi í marz 1941.
223