Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 3
Jón Eiríksson,
skipstjóri:
UU61E/Ð-
Um nýmóðins siglingatæki, starfrækslu þeirra
og meðferð
i.
Þess verður sennilega ekki langt að bíða, að
þannig verði komizt að orði, að ,,í gamla daga“
hafi skipstjórnarmenn notað segulkompás og
vegmæli til að finna leiðina yfir hafið, og svo
notað sól, tungl og stjörnur með hjálp sextants
og sjóúrs til að fá nákvæmari staðarákvarðanir
þegar ekki sást til lands. Þó hef ég þá trú, að
segulkompásinn og vegmælirinn haldi velli nokk-
uð fram í tímann, í það minnsta sem varatæki,
ef svo skyldi fara, að þau nýmóðins tæki, sem
koma eiga í stað þeirra gömlu finndu upp á
því, að bila einstöku sinnum. Með nýmóðins
tækjum á ég við rafeindatæki svo sem Gee,
Loran, Decca, Consol, miðunartæki (D/F), Rad-
ar, Radio-stefnuvita. Auk þess Gyrokompása og
bergmálsdýptarmæla. 'Sennilega er eittlivað
fleira af þessu tægi, þó ég ekki minnist þess
eða þekki sem stendur. Jú, ég minnist að hafa
heyrt þess getið, að skipum og flugvélum hafi
verið stjómað þráðlaust frá landi, og enginn
maður í skipinu eða flugvélinni hafi þar hendi
til tekið. Þessu þurfum við auðvitað ekki að
hafa áhyggjur af aðrar en þær, að hafa „sekk-
inn“ okkar í lagi!
Sumt af þessum tækjum, sem nefnd eru hér
að framan, geta að vísu tæplega kallast ný,
svo sem miðunarstöðvar og bergmálsdýptar-
mælar, sem flestir íslenzkir sjómenn munu nú
um nokkurra ára skeið hafa kynnst og notað.
Gyrokompás hefur verið notaður í skipum síð-
ustu 20—30 árin, þó mér vitanlega hafi hann
ekki verið í íslenzkum skipum fyrr en nú í hin-
um nýja Goðafossi. Radar var fyrst notaður nú
í síðasta stríði og er enn á þróunarstigi. Hin
tækin, Gee, Loran, Decca og Consol voru einnig
fyrst notuð nú í stríðinu og eru nú notuð af
nokkrum skipum, er sigla á því svæði er þau
ná yfir. Það má einnig segja um þau, að þau
séu á tilrauna- og þróunarstigi. Þau hafa það
öll sameiginlegt, að það þarf radiostöðvar eða
stöðvakerfi (keðjur) í landi, og auk tækisins í
skipinu þurfa sjókortin að vera yfirdregin með
sérstöku línuneti (Lattice). Þessi tæki koma
því ekki að notum nema innan takmarkaðra
svæða, sem „keðjurnar“ ná til. Sagt er, að í
stríðinu hafi Loran stöðvar náð yfir allt Norður-
Atlantshafið og mikið af Kyrrahafinu. Lang-
drægni Loran er talið 700 sjóm. að degi og
1400 sjóm. að nóttu. Við seinni tilraunir, sem
gérðar hafa verið í Ameríku, hafa náðst góðar
staðarákvarðanir í 1500 sjm. fjarl. að degi og
3000 sjm. fjarlægð að nóttu, og nákvæmni einn-
ig meiri. Þegar skilyrði eru góð tekur það ekki
nema 3—6 mín. að taka staðarákvörðun og setja
hana út í kortið. Sem stendur er aðeins ein
Decca „keðja“ starfrækt. Hún er á Suðaustur-
Énglandi og nær yfir suðurhluta Norðursjávar,
Érmasund og Irska hafið. 1 ráði er, að tvær
aðrar „keðjur“ verði tilbúnar á þessu ári, önn-
ur á Skotlandi, sem á að ná vestur á hafið fyrir
vestan Skotland, norður að Hjaltlandi og yfir
norðausturhluta Norðursjávar. Hin í Dan-
mörku, og nær yfir austurhluta Norðursjávar,
Skagerrak, Kattegat og suðvesturhluta Eystra-
salts. Decca er ekki eins langdræg og Loran en
mun öllu nákvæmari. Þar er reiknað með, að
hægt sé að fá góða staðarákvörðun í 300 sjm.
fjarl. að nóttu og allt að 1000 sjm. fjarl. að
degi. Sagt er um nákvæmni Decca, að ekki
skakki nema um 30 metra að degi til í 100 sjm.
fjarl., og innan við V-> sjm. að nóttu til í 250
sjm. fjarl. Langdrægni Gee stöðva er talið 100
sjm. og nákvæmni frá 0,3 til 0,8% af fjarlægð-
VÍICINQUR
121