Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 6
vera til þess ætlaðir, að breyta nemandanum í
slunginn rafeindafræðing, heldur munu þeir
skýra á einfaldan hátt, hvað gerist í hinum
ýmsu rásum tækisins, þegar það er í notkun,
hvernig lofnetið starfar og hvaða lögmálum
radiogeislun tækisins lýtur.
Sjálf notkun allra þeirra radartækja, sem
hafa komið á markað, er að heita má eins, og
er næstum því jafn einföld og meðferð útvarps-
tækis í heimahúsum. Jafn auðvelt er að læra
að hafa not myndarinnar á umhverfisskífunni.
En þrátt fyrir það mun radartækið aðeins njóta
sín til fulls í höndum manns, sem þekkir á
hverju það byggist og jafnframt takmörk þess.
Ef þessa fræðslu vantar, getur reyndin orðið
sú, að dálítil þekking sé verri en engin“.
Ég hef lesið fleiri greinar í erlendum sigl-
inga-tímaritum, sem fjalla um svipað efni og
þar sem fram kemur sama skoðun, nefnilega
sú, að það sé ekki nægilegt, að smíða góð og
dýr tæki. og setja þau í skip, ef ekki er tryggt
um leið, að meðferð og notkun þeirra um borð
í skipunum sé rétt. Aðeins með því móti geta
þau komið að fullu gagni. Að mínum dómi er
sú trygging fyrst og fremst fólgin í þessu
tvennu, sem bent er á hér að framan. Að þeir,
sem með tækin fara um borð í skipunum hafi
það mikla þekkingu á þeim, að það gefi vissu
fyrir réttri notkun þeirra, og, að stöðugt eftir-
lit sé haft með þeim af sérfróðum mönnum í
landi, þegar því verður við komið.
Hvernig erum nú við, bæði ungir og gamlir,
íslenzkir skipstjórnarmenn undir það búnir, að
notfæra okkur þessi tæki? Ætli það sé ekki al-
veg óhætt að svara þeirri spurningu þannig, að
þekkingin í þessum efnum sé af skornum
skammti hjá öllum þorra okkar. Ég gæti bezt
trúað, að ekki væru svo vandfundnir þeir menn
á meðal vor, sem nú um nokkur ár hafa haft
bæði bergmálsdýptarmæli og miðunarstöð í skip-
um sínum, en ættu þó erfitt með að útskýra
nákvæmlega hvernigþessi tæki vinna, eða skilja
að fullu hvaða orsakir liggja til þess, að þau
starfa ekki rétt, þegar það kemur fyrir. Ef
einhverjum starfsbræðrum mínum finnst hér
höggvið full nærri virðingu sinni, þá get ég
huggað þá með því, að ég er sjálfur í þessum
hóp! Með þessi tvö tæki höfum við að mestu
treyst á loftskeytamennina með daglegt viðhald,
og ef um smábilanir hefur verið að ræða. Það
mun jafnvel vera nokkuð algengt, að þegar
taka skal þráðlausa miðun er lofskeytamaður-
inn kallaður til að gera það. Að nokkru leyti
kemur það til af því, að hann þarf hvort eð er
að fá að vita þegar miðað er, til að stilla loft-
netin rétt í stöðinni hjá sér. Nýrri tæki munu
þó þannig útbúin, að það er hægt að stilla loft-
netin uppi í stjórnklefanum, og merki um, að
það hafi verið gert, kemur þá fram í loftskeyta-
stöðinni, svo loftskeytamaðurinn getur séð, að
verið er að miða. Þegar þannig er um hnútana
búið er engin afsökun fyrir skipstjórnarmann-
inn, að miða ekki sjálfur. Það er hans verk.
Á hinn bóginn þykir mér líklegt, að það verði
loftskeytamaðurinn, sem framvegis kemur til
með að hafa daglegt eftirlit með þessum tækj-
um þegar skipið er í ferðum og þegar ekki næst
til annarra sérfróðra manna. Fyrir alla, sem
hér eiga hlut að máli, bæði þá, sem tækin nota,
og ekki síður eigendur þeirra, mun það þó efa-
laust vera til mikils hagnaðar, að sérfróðir menn
hafi sem oftast eftirlit með þeim.
Jón Eiríksson.
Hvað verður síldarverðið
í sumar?
Undirbúningur mun nú almennt hafinn hjá
skipum þeim, er ætla sér að stunda síldveiðar
í sumar. Útvegsmenn hafa uniiið kappsamlega
að því að tryggja sér síldarnætur og nótabáta,
og að því að standsetja skip sín áður en veiðin
hefst.
Þeir hafa kríað sér út lán hjá einstakling-
um og lánsstofnunum, og eru nú reiðubúnir að
leggja á nýjan leik út í óvissuna um þá gylltu.
Ætla mætti, að nóg sé að vera í óvissu um
það, hvort nokkuð aflast eða ekki, og að sjó-
menn þyrftu ekki að yera í óvissu um hvað
síldarverðið á að vera í sumar. En það er nú
samt svo, að sjómenn hafa enga hugmynd um
verðið ennþá.
Hvað á slík leynd að þýða? Er ekki hægt að
upplýáa síldarverðið fyrr en síldveiðarnar eru
hafnar?
Búið er að gera verzlunarsamninga um sölu
á síldarafurðum þessa árs. Sjómenn krefjast
þess, að fá að vita verðið á síldarmálinu og
síldartunnunni, áður en þeir hefja veiðarnar.
Sjómaóur.
124
V f K I N □ U R