Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 7
Fiskiðjuver ríkisins Viðtal við Jakob Sigurðsson Eins og flestum lesendum Sjómannablaðsins Víkingur mun kunnugt, var stofnun fiskiðju- vers í Reykjavík einn liður í þeirri nýsköpun atvinnuveganna, sem hafin var er Ólafur Thors stofnaði samsteypustjórn sína haustið 1944. Fiskimálanefnd hafði frumkvæði um það, að koma upp fyrirtæki þessu, en dr. Jakob Sigurðs- son fiskiðnfræðingur var frá upphafi ráðu- nautur nefndarinnar og sá um allan tæknileg- an útbúnað, gerði tillögur um gerð og rekstur fyrirtækisins, annaðist vélakaup o. s. frv. Hann hefur einnig veitt fiskiðjuverinu forstöðu frá því er það tók til starfa, og er málum þessum öllum gagnkunnugur. Þar sem Víkingur lítur svo á, að hér sé um merkilega tilraun að ræða, sem mikilsverð geti orðið fyrir íslenzka útgerð, sneri blaðið sér til dr. Jakobs Sigurðssonar og bað hann að svara nokkrum spurningum í sam- bandi við fiskiðjuverið. Tók hann þeirri mála- leitan hið bezta, fói' með ritstjóra Víkings og ljósmyndara um salarkynni fyrirtækisins, þar sem verið var að vinna við hraðfrystingu og niðursuðu, útskýrði skipulag og fyrirkomuleg og svaraði að því búnu fyrirspurnum ritstjór- ans. Fer viðtalið hér á eftir: — Hver var höfuðtilgangurinn með stofnun Fiskiðjuvers ríkisins? — Tilgangurinn var einkum tvenns konar. 1 fyrsta lagi sá, að reisa fullkomið og vel skipu- VÍ K I N C3 U R 125

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.