Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 8
Úr vélasal fiskiðjuversins. lagt hraðfrystihús, afkastamikið og með ný- tízku tækjum, þar sem vélaafl og tækni væri notað til hins ýtrasta. I öðru lagi, en engu síð- ur, var tilgangurinn sá, að koma á fót niður- suðuverksmiðju, sem gæti soðið niður hvers kon- ar sjávarafurðir. Skyldi sú verksmiðja vera svo stór og fullkomin, að reyna mætti til þrautar hvort íslendingar gætu ekki orðið samkeppnis- færir á þessu sviði. — Hvað er þessum málum langt á veg komið? — Húsið hefur verið reist, eins og þér sjáið, og þó ekki að fullu. Enn vantar í raun og veru aðalhúsakynni niðursuðuverksmiðjunnar, þótt henni hafi verið komið hér fyrir til bráðabirgða. — Hraðfrystihúsið virðist komið í fullan gang? — Hraðfrystingin er fullbúin að vélum, þótt enn megi bæta við frystitækj um, ef þurfa þykir. Frystivélarnar sjálfar og húsrúmið leyf- ir allmikla aukningu. — Hve afkastamikið er frystihúsið? — Með þeim tækjum, sem nú eru fyrir hendi, er hægt að frysta 30 smálestir af flökum á dag (ca. 70 smál. af fiski), og er þá miðað við 16 tíma frystingu. 1 vetur hefur þó ekki verið unn- ið með fullum afköstum, vegna skorts á hrá- efni. Fiskinn hefur vantað. Hefur þetta frysti- hús sömu sögu að segja og flest önnur frysti- hús í Reykjavík og nágrenni. Miklu minna hef- ur verið hraðfryst en afkastagetan leyfir, vegna fiskleysis. Bátar fóru yfirleitt seint á vertíð, m. a. sakir síldveiðanna í Hvalfirði, auk þess sem vertíðin hefur verið mjög ógæftasöm. Ann- ars hefur vinnslan gengið vel, hús og vélar reynast ágætlega. — Hvað viljið þér segja um niðursuðuna? — Niðursuða fiskafurða er sérstakt áhuga- mál mitt, jafnvel í enn ríkara mæli en hrað- frystingin. Hraðfrystingin hér á landi er svo vel á veg komin, að þar má miklu fremur tala um numið land en í niðursuðuiðnaðinum. Hug- mynd mín var sú, að hér yrði komið upp til reynslu, hæfilega stórri niðursuðuverksmiðju, sem búin væri fyrsta flokks vélum, hraðvirkum og vinnusparandi. Hafði ég þá trú, og hef enn, að slíkar niðursuðuverksmiðjur geti framleitt hér fyrsta flokks vöru á skaplegu verði, sam- keppnisfæra á heimsmarkaðinum. Sérstaklega hefur mér orðið hugsað til síldarinnar. Hún hefur nú sýnt okkur þann sóma síðustu tvö ár- in, að láta veiða sig hér í nágrenni Reykjavík- ur. Er því meiri ástæða nú en nokkru sinni fyrr til að láta einskis ófreistað, sem stuðlað getur að betri nýtingu þessa dýrmæta hráefnis. Það er sannast sagna ófyrirgefanlegt tómlæti, að á meðan nágrannaþjóðirnar keppast hver við aðra um stóraukna framleiðslu á síld til manneldis, með niðursuðu, reykingu og fryst- ingu í stórum stíl, skuli Islendingar hugsa um það eitt, þegar þessi ágæti matfiskur heimsækir okkur hér í nágrenni Reykjavíkur, hvernig helzt megi flytja hann norðurá Siglufjörð til bræðslu. Þetta skeður um sama leyti og Norðmenn til- kynna, að þeir hafi á síðastliðnu ári flutt út þúsundir smálesta af niðursoðinni síld, Bretar stórauka síldarniðursuðu sína og taka að frysta síld til manneldis í stórum stíl. Hvað er að segja um fyrri tilraunir okkar íslendinga til niðursuðu fiskafurða? Hafa þær ekki gefið fremur slæma raun? — Jú, það er rétt. Ýmsar orsakir hafa valdið því, að eigi hefur áður tekizt að vinna niður- soðnu fiskmeti héðan markaði erlendis. Höfuð- ástæðan mun sú, að fyrri verksmiðjur hafa verið búnar úreltum og seinvirkum tækjum. Framleiðsla hverrar verksmiðju hefur einnig verið alltof lítil. Af þessum sökum hefur fram- leiðslukostnaður orðið mikill og varan óhóflega dýr. — Hvernig ætlið þér að færa framleiðslu- kostnaðinn niður? — Fyrst og fremst með góðum vélakosti og mikilli framleiðslu fárra vörutegunda. Verk- smiðja sú, sem ætlunin er að hér rísi upp, á að geta framleitt a. m. k. 30 þús. dósir á dag. Því miður hefur þess ekki verið kostur sökum féleysis fyrirtækisins, að búa verksmiðjuna öll- um þeim tækjum, sem ákjósanleg hefðu verið. Hins vegar þori ég að fullyrða, að þær vélar, sem keyptar hafa verið, reynast allar ágætlega og koma að fullum notum. Hitt spillir að sjálf- sögðu árangri um sinn, að kerfið er ekki full- komið ennþá. — Hvernig hefur vinnslan gengið, það sem af er? — Vinnslan hefur gengið vel. Hitt er annað VÍKINQUR 126

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.