Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 9
Úr vinnusal frystihússins. Fiskurinn paklcaður. mál, að alltof lítið hefur verið unnið. Menn skyldu að óreyndu ætla, að þessar góðu og full- komnu vélar, eign íslenzka ríkisins, væru ekki látnar standa mánuðum saman ónotaðar, á sama tíma og fyrsta flokks hráefni er mokað upp úr sjónum. En því miður hefur sú orðið reyndin. Hægt hefði verið að hefja framleiðslu niður- soðinnar síldar í stórum stíl í haust sem leið, ef eigi hefði staðið á rekstrarláni. Þótt allar leiðir væru reyndar, tókst mér ekki að afla rekstrarfjár til niðursuðunnar. Hér var þó ætl- unin, að kanna í fyrsta sinn að nokkru ráði, hvort á íslandi væru fyrir hendi skilyrði til stórframleiðslu á niðursuðu síldarafurða. Um verulega áhættu var alls ekki að ræða, því ó- hugsandi var, að meira tap yrði á framleiðsl- unni en hinu, að sitja með verksmiðjuna auða og gera ekki neitt. Þegar ég sá, að ekkert veru- legt yrði úr síldarniðursuðu að sinni, fór ég að athuga möguleika á niðursuðu fiskþunnilda, bæði héðan úr hraðfrystihúsinu og úr öðrum frystihúsum. Að undanförnu hafa verið soðin niður þunnildi fyrir að útflutningsverðmæti um 1 millj. kr. Er það aðeins brot af því, sem verksmiðjan gæti afkastað við fullkomnari skil- yrði og jafnari öflun hráefnis. Hefur yfirleitt ekki verið soðið niður í meira en 12 þúsund dósir á dag. — Hvað segið þér um markaðsmöguleika? — Um markaðinn er það að segja, að eftir- spurn eftir niðursoðnum fiskafurðum er tölu- vert mikil. Framleiðsla okkar þykir góð, en held- ur dýr. Þó má raunar segja, að eigi skorti nema herzlumuninn til þess að við séum fyllilega sam- keppnisfærir um verð á heimsmarkaðinum. Tvær dálitlar pantanir hafa þegar verið af- greiddar til Palestínu, og þessa dagana er ver- ið að ganga endanlega frá sölu til Frakklands. Ennfremur er von á allstórri pöntun frá Tjekkó- Slóvakíu. Er hér um gott verð að ræða, sem við megum vel við una. Bretar, sem gjarnan vilja kaupa af okkur mikið af niðursuðuvörum, hafa hins vegar ekki fengizt til að bjóða nema 53 shillinga fyrir kassann með 48 dósum. Það er heldur lágt verð fyrir okkur, en munar þó litlu. V í K I N □ U R 127

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.