Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 13
VeptunuÁ
SETUR GLÆSILEGT AFLAMET
Togarinn Neptunus (sjá mynd á kápusíðu)
hefur nýlega sett glæsilegt afla- og sölumet.
Hann seldi afla sinn í Englandi hinn 7. maí
s. 1. Reyndist aflinn 5709 kit, er seldust fyrir
19069 sterlingspund. Áður en skipið sigldi með
afla sinn, seldi það fisk í Reykjavík fyrir 14
þúsund krónur. Er þetta mesti afli, sem togari
hefur nokkru sinni lagt á land í Englandi, enda
hefur verið getið um þetta aflamet í mörgum
brezkum blöðum og víðar um heim.
Togarinn Neptunus er smíðaður á s. í. ári
í skipasmíðastöð John Lewis & Sön í Aberdeen.
Var smíði hans lokið í desembermánuði. Er
þetta fyrsti togarinn, sem samið var um stækk-
un á, frá hinni almennu gerð nýsköpunartogara.
Skipið er 717 smálestir brúttó.
Neptunusi hefur gengið frábærilega vel síðan
hann hóf veiðar nú um áramótin. Um miðjan
maí hafði skipið lokið fimmtu aflaför sinni,
með þeim glæsilega árangri, sem að framan
getur. í þessum fimm veiðiferðum hefur skipið
selt fyrir tæp 75 þúsund sterlingspund. Meðal-
sala er því um 15 þúsund sterlingspund í hverri
söluferð.
Skipstjóri á Neptunusi er hinn kunni afla-
maður, Bjarni Ingimarsson frá Hnífsdal, áður
skipstjóri á Júpiter. Eigandi skipsins er h.f.
Júpiter í Reykjavík, framkvæmdastjóri Tryggvi
Ófeigsson útgerðai-maður.
Neptunus við bryggju í Reykjavik, er hann kom með hinn mikla afla.
VÍKINGUR
131