Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 16
Hér fara á eftir nokkrar smellnar og vel kveðnar
lausavísur eftir Vestur-íslendinginn Guttorm J. Gutt-
ormsson, teknar úr hinu nýútkomna kvæðasafni hans.
Guttormur er manna fyndnastur, eins og fram kemur
í eftirfarandi vísum.
★
IJr heimi vísindanna.
Frá skoðun, sem er rökstudd, ég reyndar aldrei vík,
að ráða megi því, hverjum börnin verði lík:
Ef kona, sem er vanfær, mig vel til fara sér,
þá verður hún svo hrifin, að barnið líkist mér.
★
Bindindi.
Þú leyndir þinni skoðun á landsmálum og trú
og lézt ei getið sannfæringar þinnar.
í bindindi var enginn eins þolgóður og þú
með þagnartappa í flösku hreinskilninnar.
★
Gáfnamerki.
Gáfnamerki gott: að þegja,
glotta að því, sem aðrir segja,
hafa spekingssvip á sér,
aldrei viðtals virða neina,
virðast hugsa margt, en leyna
því, sem reyndar ekkert er.
★
Hvltir Eskimóar.
Eins og mörgum er kunnugt, ritaði Vilhjálmur Stef-
ánsson mikið um það, eftir dvöl sína hjá Eskimóum, að
hann hefði séð þar fólk með hvítan hörundslit, e. t. v.
afkomendur hinna fornu íslendinga. Guttormur kvað:
Eftir Vilhjálms utanför til Eskimóa
hvítu fólki fór að snjóa.
★
Vandræði.
Miklum vanda er ég í
— orðinn fjandi mæðinn —
get ei andað út af því
að í mér standa kvæðin.
★
Pegasus.
Stundum bregður Guttormur fyrir sig gamansemi í
Heine-stíl, til dæmis í þessum stökum:
Mér þótti ég heyra af hæðum
hinn hljóðlega vængjaþyt,
sem ómar af óortum kvæðum
við einyrkjans daglega strit.
Ég leit upp í loftbláinn víða,
sem ljómar í draumi bezt,
og sá on úr sólhvolfi líða
hinn söngglaða, vængjaða hest.
Það líktist ei dimmum draumi.
Nei, draumurinn sá var ljós,
að Pegasus tók ég í taumi
og teymdi hann — inn í fjós.
Á FRÍV/
Eitt er nauðsynlegt.
Að hafa vit, sem enginn getur etið,
er ekki að furða þó sé lítils metið,
því mest um vert er hitt á heimsins braut
að hafa burði til að vera naut.
★
Úr afturhvarfsprédikun.
Einn vantrúar þræll fyrir þverúð sneyptist:
Af þilfari ofan um gat hann steyptist
og nefndi þá fjandann á nafn eins og gerist.
kom niður á ullarpoka og — snerist.
★
Missmiði.
Að reyndi guð að gera úr honum mann,
það getur ekki dulizt þeim, sem skoða’ hann.
Af leirnum hefur lagt til nóg í hann,
en líklega ekki gengið vel að hnoða’ hann.
★
Ástarvísa.
Ort undir annars nafni, fyrir borgun.
Til þín ennþá, elskan mín
augum renni ég glaður.
Upp ég brenn af ást til þín.
Ég er kvennamaður.
★
„Hvað ungur nemur sér gamall temur".
Það, sem ungum lærist, í elli verður tamt,
orðshátt þann ég vel, því sannan tel hann.
Þeir, sem voru á brjósti, að hrundun hyllast jafnt.
Hinir eru gefnir fyrir pelann.
★
Trú sigur hins gðða.
Komir þú í hús, þar sem kaffi er ekki á borðum,
kunnirðu ekki vel við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala,
strjúktu á henni bakið, og þá fer hún að mala.
★
Til ritdómara.
Ef þú hyggst að hýða nóg,
hýddu þér til muna.
En þú hýðir aldrei þó
úr mér náttúruna.
★
Guttormur yrkir oft ágætar vísur um veðurfarið og
náttúruna. Einkum lætur honum vel að lýsa hamförum
náttúrunnar, öllu -því, sem hrikalegt er og stórt í
sniðum. Hér koma nokkrar stökur af því tagi.
134
VÍKINGUR