Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 17
<TINNI Snjór. Við það morð, að fennt er fold falla orð í skorður, hulin storðin hvítri mold heims að sporði norður. ★ Ofsaveður í aðsigi. Ofar skjóli skýjafar skini sólar tálmar. Rær á stóli þungbrýnn þar þrumur Bólu-Hjálmar. ★ Rennidrif. Snúningsöflum fanna far, flutt í köflum þéttum, er sem djöflum dilli þar dans á sköflum sléttum. ★ Rosi. Hríðarvaldar hersterkir himins tjalda strendur. Vinda baldnir berserkir bíta í skjaldarrendur. ★ Dagrenning. Himingjólu hærra knúð heims úr skjóli lágu klýfur sólarsigling prúð sundin fjólubláu. ★ Og svo er bezt að hætta þessu hnupli úr kvæðasafni Guttorms, en birta þó að lokum síðustu vísuna í bók hans. Það er Orðsending til íslands. Vinsemd þín, nú veit ég það, var mér bezta gjöfin. Framar skilur okkur að ekkert nema gröfin. ★ Eggert Ólafsson ritaði íslenzkar ritreglur einna fyrstur manna. Aldrei voru þær þó prentaðar. Hann sendi þær til athugunar og yfirlestrar síra Gunnari Pálssyni, sem var orðlagður íslenzkumaður á sinni tíð. Gerði Gunnar nokkrar athugasemdir við hand- ritið og hnýtti þar við þessari stöku: Sundmaginn veit ég soðinn er sízt mun því að kvíða, en aldrei hefur meira mér matar leiðst að bíða. Benedikt Gröndal eldri (d. 1825) sá eitt sinn kven- mann ganga heldur fasmikinn um götur Reykjavíkur. Sú hét Herborg, er þar fór, og átti að giftast daginn eftir. Hann kvað: Hlakkar heldur en ekki Herborg til á morgun. ★ í sumarfrí! Eftirfarandi frétt er tekin úr Morgunblaðinu 2. ágúst 1918: Um daginn ætluðu tvær ungar stúlkur í sumarfrí norður í land, og höfðu keypt sér farseðla með Sterling. Undirbúning höfðu þær töluverðan undir ferðina, höfðu vakað tvær nætur eða fleiri til þess að ljúka við sauma, og tilhlökkun þeirra var mikil. Þegar þær á mánudagsmorguninn gengu niður í Bankastræti, heyrðu þær Sterling blása til burtfarar í annað sinn, og flýttu sér niður á uppfyllingu. Þar gengu þær á skipsfjöl, fóru beint inn í salinn og tylltu sér þar við borð. Umferð var mikil um þilfar skipsins, en þær sátu og undruðust, hve fáir farþegar kæmu inn í salinn. Nokkru síðar kemur einn skipverji inn til þeirra og spyr, hvern þær ætli að hitta. „Við höfum farseðla", sögðu þær báðar. — „Far- seðla! Ætlið þið til Ameríku?" — „Nei, við ætlum norður". Stúlkurnar sátu i borðsal Lagarfoss á meðan Sterling, sem hafði legið við hliðina á því skipi, sigldi út höfnina! Þær hættu við að fara í sumarfrí. ★ Eftirfarandi auglýsingu er að finna í „Vísi“ 11. apríl 1919. „Stúlka, barngóð, þrifin, vön innanhússtörfum, óskar eftir vist. Þar eð hún er ómannblendin og getur ekki sagt frúnni neinar skandalafréttir af grannkonunum, né útvegað henni daglega vitneskju um miðdegismatinn í nágrannahúsunum, fer hún ekki fram á mikið kaup. Hún er vön vist hér, og kippir sér ekki upp við, þó kol og mór séu geymd í kompunni, sem hún sefur í, ef ekki snjóar mikið inn á hana, og ekki fæst hún um, þó verið sé að siga sér frá 7 að morgni til 12 að kveldi. Tilboð merkt „Frú eins og gerist“ sendist blaðinu". ★ — Hvernig stendur á því, að þú þværð þér aldrei, Jón minn, sagði húsfreyja við Jón gamla fjósamann. — Það er ekki til neins, blessuð, eftir fáeina daga verð ég orðinn jafnóhreinn aftur. ★ Hún: Hvers vegna ferð þú aldrei á dansleiki? Hann: Af því mig vantar hvorki kvef né konu. ★ Staka eftir aldraðan sjómann. Oft þó hafsins ýfist hvel að vel lætur stýri, Goðafoss hann gengur vel geddu yfir mýri. V I K I N G U R 135

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.