Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 5
nesi, sem er bær á Reykjaströndinni. Formað- ur á skipinu var Bjarni Jónasson, mesti efnis- maður og ágætur formaður. Veður var þannig um morguninn, að glaða sólskin var og hiti og svolítill andvari af norðri, svo segl aðeins stóðu. Morgun þennan voru menn almennt að fara í land frá Drangey. Ég var rétt á undan Bjarna heitnum, og lenti í Hólakotsvör, og er Hólakot næsti bær fyrir utan Fagranes. Þegar Bjarni kom á móts við Hólakotsvör, sem ég lenti í, sá ég að seglin dustuðust máttlaus, því nálega var engin gola. Menn voru oft syfjaðir í landferð- unum, eftir vökur við eyjuna. Bjarni átti veik- an háseta á Reykjum, svo hann lenti þar til þess að flytja hann inn á Sauðárkrók. Ég sá svo til Bjarna áleiðis inn eftir, en fór svo heim til mín að Hólakoti. Ég veitti því eftirtekt, að þeir höfðu ekki úti árar til þess að róa undir, sem vanalega var svo kallað á sjómannamáli, og virtist mér sumir liggja út af. Ég vil nú í fáum orðum skýra frá tildrögum þeim, sem ollu sjóslysi þessu: Þegar Bjarni var kominn lang- leiðina á móts við Fagranes, segir hann við háseta sína: „Vill nú enginn ykkar taka við Og stýra; mig syfjar svo ákaflega mikið?“ Jón nokkur Nikulásson tók við af Bjarna að stýra. En þegar komið er að norðan, verður að stefna djúpt fyrir framan svokallaða Skarfasteina, sem eru fram af nesinu, er kallast Fagranes, og dregur bærinn Fagranes nafn af því; en sé stefnt of grunnt fyrir nesið, þá er Kirkjuflösin rétt í leiðinni, hættulegt blindsker, nema um háfjöru. Segir svo ekki af siglingunni fyrr en skipinu hvolfir á skerinu, því Jón sofnaði og allir hásetar Bjarna. Stutt er í land, svo allir hefðu getað bjargað sér, ef þeir hefðu kunnað að fleyta sér á sundi. Sá maður, sem Bjarni tók í skipið með sér frá Reykjum, hét Jón og var Árnason. Honum sagðist svo frá, að Bjarni hefði hjálpað sér á kjöl, því honum mundi verða bjargað. Bjarni komst á kjöl og hafði hreyft þeim orðum: „Aumt er nú að vera ekki syndur“. Jón sá svo Bjarna taka til stýrisins, sem hék,r. í efri lykkjunni á stefninu, en í sömu andrá sukku þeir báðir. Aldrei sást Bjama skjóta upp aftur. En bæði Jón og Jóhannes sáust koma einu sinni upp úr sjónum og haldast í hendur. Þeir drukknuðu þarna fjórir, Bjarni , Jón, Jó- hannes og Benedikt. Mennirnir þrír, sem héngu á kjölnum, Jón Árnason, Stefán og Guðmundur, fóru að hrópa á hjálp eins og þeir höfðu hljóð- magn til; en svo stóð á, að tveir menn voru að taka upp mó í nesinu og heyrðu hljóðin í þeim. Þeir brugðu undir eins við og þutu út í Fagraneslendinguna, og gátu með miklum erfið- ismunum sett á flot sexæring er þar stóð uppi, VÍKINGUR FRÁ HAFI TIL HAFNAR Hinn 14. maí s. 1. hafði Erík Olsen skipstjóri á Kronsprins Olav, sem gengur á milli Kaupmanna- hafnar og Osló, farið 1000 ferðir milli þessara staða. Vegalengdin, sem hann hefur siglt, er um 560 þúsund sjómílur og svarar til að hann hafi farið 26% sinnum kringum jörðina. Farþegafjöldinn í þessum ferðum mun vera um % milljón. * Samkvæmt skýrslum Lloyd’s er verzlunarfloti Vestur-Þýzkalands nú 1 millj. brt. og er 14. í röð- inni. Þýzki verzlunarflotinn var fyrir stríð 4,2 millj. brt. en 1948 aðeins 250 þús. brt. Á árinu 1951 jókst brt. flotans um 570 þús. brt., sem er meiri aukning en hjá nokkurri annarri þjóð á einu ári. Vestui’- Þjóðverjar eiga aðeins eitt skip, sem er yfir 10 þús. brt. og 57 skip þeirra eru milli 5 og 10 þús. stærð flotans um 570 þús. brt., sem er meiri aukning 1724 milli 50 og 3000 brt. a'lls 622.513 brt., en það er yfir helmingur af tonnafjölda þeirra. Eru þeir því illa settir í alþjóðasamkeppni á höfunum, og eru takmarkaðir við siglingar á Englandi, Norðursjó, Eystrasalt og Miðjarðarhafið. * Á árinu 1951 björguðu brezkir bjöi’gunarbátar 406 mannslífum. Af þeim voru 116 útlendingar frá 13 þjóðum. * Japönsk yfirvöld hafa samið 6 ára áætlun um skipabyggingar. Ætla Japanar að smíða á þeim tíma 1000 skip, um 3 millj. smál. alls. Eiga þau að geta flutt að minnsta kosti helming þess varnings, sem fluttur er til og frá landinu. * Skipstjórinn á gríska olíuskipinu Polytimi An- dreadis var sektaður í Plymouth um 1800 stp. fyrir að hafa yfirhlaðið skip sitt um 1122 tonn, sem gaf skipseigendum 7573 stp. ágóða. * Frá stríðslokum hefur P & O skipafélagið lagt um það bil 40Y2 millj. stp. í smíði nýrra skipa. * Nýja Sjáland flytur nú helmingi meira magn af kjöti til Bretlands en Argentína og Ástralía til samans. 98% af öllum útflutningi Nýja Sjálands fer til Bretlands. * Innflutningur Breta á timbri 1951 var nákvæm- lega sá sami og fyrir stríð, en verðið var átta sinn- um hærra. og tókst þeim svo að bjarga mönnunum af kjölnum. Eftir að mennirnir höfðu fengið góða aðhlynningu, hresstust þeir fljótt. Ég hef skrifað frásögn þessa eftir því, sem Jón Árnason sagði mér hana. 1B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.