Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 25
* i Árni Gíslason, yfirfiskimatsmaður Árni Gíslason, fyrrverandi yfirfiskimatsmaður, and- aðist hinn 9. júlí s.l. í Sjúkrahúsi ísafjarðar. Jarðar- för hans fór fram 19. júlí að viðstöddu fjölmenni. Árni Gíslason var fæddur 14. maí 1868 að Eiði í Hestfirði. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson og Solveig Þorleifsdóttir, Benediktssonar frá Sandeyri. — Gísli var ættaður frá Breiðafirði (af ætt Eggerts Ólafssonar í Hergilsey en fluttist vestur að Djúpi. Fór snemma orð af frábærri sjómennsku Gísla, og var hann eftirsóttur formaður, m. a. fyrir Þorstein Þor- steinsson í Æðey. Eftir að Gísli kvæntist var hann jafnan formaður á eigin útveg, og mun fyrstur hafa tekið sér fast aðsetur í Ögurnesi, og oftast við það kenndur. Má því telja Gísla brautryðjanda að þeirri aflasælu veiðistöð, þar sem oft var fjöldi báta, er sóttu afla sinn í Mið-Djúpið, að mestu leyti. Margir er leið áttu um Djúpið, nutu fyrirgreiðslu og gestrisni þeirra hjóna, Gísla og Solveigar, sem veitt var af ást og umhyggju hvernig sem á stóð og hvort heldur var að nótt eða degi. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum við venjuleg störf til sveita og sjávar, en uppfræðslu litla, sem þá var títt. Sjómennsku lærði Árni af föður sínum, og 18 ára gamall var hann sjálfur kominn í formanns- sætið, sem hann skipaði með heiðri í 24 ár, og varð brautryðjandi vélbátaútgerðar á Islandi í nóvember 1902, er hann og sameigandi hans S. J. Nielsen verzl- unarstjóri létu setja mótorvél í sexæringinn Stanley. Við þá nýjung komu strax í Ijós eðliskostir Árna, sem voru mikil samvizkusemi og vandvirkni. Hann varð svo fyrirmynd margra þeirra, sem í slóð hans runnu og breyttu áraskipunum í vélknúin fley; vandvirkni og hirðusemi hans varð því einskonar skóli. Árni var líka jafnan reiðubúinn að leiðbeina þeim, er til hans leit- uðu viðvíkjandi meðferð og hirðingu mótorvéla og annað, er sjómennsku snerti. Við fráfall Bjarna H. Kristjánssonar skipstjóra 1905 var Árni kosinn sem bæjarfulltrúi á Isafirði og sat í bæjarstjórn til 1917. Samtímis gerðist Árni mikill þátt- takandi í almennum málum þar í kaupstaðnum. Var einn af stofnendum og í stjórn Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga, einn af fjórum brautryðjendum um rek- netaveiðar á vélskipum, einn af stofnendum Kaup- félags Isfirðinga, með Helga Sveinsson sem kaup- félagsstjóra, einn af stofnendum Bökunarfélags Isfirð- inga, og einn af stofnendum og í stjórn Ishúsfélags ísfirðinga. Hinn 1. desember 1912 var Árni skipaður yfirfiski- matsmaður i Vesturlandsumdæmi. Var það umfangs- mikill starfi, sem Árni rækti vel og kappsamlega. Hann ferðaðist oftsinnis um umdæmið til leiðbeininga og eftirlits, og fór tvívegis til Spánar og ítaliu til þess að kynnast þar kröfum og óskum þeirra, sem keyptu saltfisk frá íslandi, og ritaði eftir heimkomu sína skýrslu til ríkisstjómarinnar og fræðslupistla fyrir al- menning, því að Árni taldi það með réttu höfuðnauð- syn fyrir góðu fiskimati, að ná sem beztri samvinnu við sjómenn og útgerðarmenn. Hann var yfirfiskimats- maður til ársloka 1938, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árni Gíslason var ágætur félagsmaður, áhugasam- ur og skyldurækinn. Hinn 18. október 1898 gerðist hann einn af stofnendum st. Nönnu nr. 52 og var templar alla æfi síðan. Ámi var einn af brautryðjendum ísfirzkra templara og gegndi mörgum trúnðarstörfum. Hann var fomstumaður um stofnun st. Hörpu nr. 59 í Bolungarvík og einn af stofnendum st. Vöku nr. 223. Hann var heiðursfélagi st. Vöku og Stórstúku íslands. Árið 1916 gerðist Árni félagi I.O.O.F. reglunnar, og gegndi einnig þar mörgum störfum með hinni mestu prýði. — Árni Gíslason var sjálfmenntaður maður. í uppvext- inum naut hann einungis nauðsynlegrar fræðslu til fermingar. Alla æfi var hann að þroskast og nema. Hann las mikið og fylgdist vel með. Árin 1943—’44 ritaði hann endurminningar sínar um fiskiveiðar við ísafjarðardjúp 1880—1905, og komu þær út í bókinni Gullkistan 1944. En á því tímabili, er bókin tekur til, var ísafjarðardjúp almennt nefnt Gullkistan, vegna V I K I N □ U R 2D3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.