Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 13
Matsveinsrabb I sjómannablaðið „Víking“, 5. tbl,. XIV. árg. 1952, ritar Böðvar Steinþórsson grein, sem nefnist „Réttindi til bryta- og matsveinastarfa". — Um grein þessa er allt gott að segja, og virðast það vera orð í tíma töluð. í grein sinni minnist Böðvar lítillega á matsveina á fiski- skipum, og mun ég gera það atriði hér að um- talsefni. Það er þá fyrst, að með starfi mat- sveina- og veitingaþjónaskólans ætti að vera fyrirbyggt, að alóhæfir menn réðust til mat- reiðslustarfa, en slíkt hefur oft viljað til á fiski- skipunum. En nú er ekki svo um hnútana búið, að þessir menn, sem þarna eða annars staðar kosta sig til náms, gangi fyrir öðrum, sem eng- an námstíma hafa. Á því verður að ráðast bót hið fyrsta. Svo eru það aftur þeir, sem hafa langan starfstíma á fiskiskipum sem matsvein- ar, en hafa aftur á móti ekkert nám. Þeim ætti annað hvort að gefast kostur á að ganga undir próf við matsveinaskólann, til þess að öðlast réttindi, eða hitt, sem væri þá æskilegast, að þeir yrðu látnir ljúka einhverjum lágmarks- námstíma og gengju síðan undir próf. Svo eru aftur margs konar menn, sem hafa eins og tveggja ára nám í þessum störfum og stunda þau sem matsveinar á fiskiskipum og hafa gert í mörg ár. Þeim ætti aftur á móti að gefast kostur á að öðlast iðnréttindi. Hverjum manni ætti að vera það ljóst, að nám við matreiðslustörf er höfuðskilyrði fyrir bættum aðbúnaði á sjónum, en ekki er þó loku fyrir það skotið, að þar komi fleira til greina. Á ég þar við aðstæðurnar til þessara starfa um borð í skipunum sjálfum, og mun ég nú minnast á það lítillega. Á dögum nýsköpunar- stjórnarinnar skrifaði ég greinarstúf um þetta efni í Víkinginn og benti þar á leiðir til úrbóta, því að þá var mikið talað um nýsköpun á öllum sviðum. Virtist mér það mundi vera lítil sóun, þótt einhverju hefði verið varið til lagfæringar í þessu efni, og átti ég þar við bátaflotann. — Nei/bátarnir eru eins í dag og þeir voru fyrir tugum ára, óhæfir til að þar sé yfirleitt hægt að búa til mannsæmandi mat, og enn þann dag í dag er verið að byggja stóra vélbáta, en það gleymist furðanlega að hafa það í hyggju, að um borð í þessum bátum þurfi yfirleitt annað að vera en eldavél einhvers staðar úti í horni. Það er sama hversu mikla menntun matsveinninn um borð í svona bát hefur, ef engin skilyrði eru fyrir hendi til að vinna við þessi störf, hvergi hægt að leggja neitt frá sér, ekkert borð til að vinna við og engin geymsla fyrir matvæli, að ég tali nú ekki um kæliklefa, og væri þó hægt að koma smáklefa fyrir á flestuni stærri bátunum. Það ber svo aftur að þakka, sem vel er gert, og á ég þar við nýsköpunartog- arana. Er aðstaðan þar til þessara starfa það bezta, sem ég hef kynnzt á fiskiskipum. Mér finnst að verksvið matsveina og samtök þeirra hljóti að verða að fara inn á þá braut, að hafa hönd í bagga með vinnuskilyrðum við þessi störf á sjónum, og gera þar tillögur til úrbóta. Það má og telja víst, að meiri kröfur verða gerðar til þeirra manna um matargerð, sem ein- hverja menntun hafa í þeirri grein, burt séð frá því, hver aðstaðan er til þessara starfa. Með bættum vinnuskilyrðum ætti að vinnast það, að matui'inn verði beti'i, beti’i nýting mat- væla og minni fæðiskostnaðui’, m. ö. o. spor í menningarátt, og um leið sparnaður á matvæl- um og tekjum þjóðarinnar, og einmitt til spam- aðar hljóta athafnir manna að hneigjast á tím- um erfiðleika, atvinnuleysis og aflabrests. Haukur. Dauðaslys á togurum í síðustu árbók Slysavarnafélags íslands birt- ist skýi'sla um dauðaslys á íslenzkum togurum frá 29. janúar 1928 til 29. janúar 1952, eða um 24 ái'a skeið. Er skýrslan á þessa leið: Fórust með skipi á rúmsjó............. 118 menn Fói’ust við skipssti'and ............. 28 — Féllu útbyi’ðis í rúmsjó................. 37 — Féllu útbyrðis í höfn.................... 10 — Biðu bana af slysförum um borð.... 7 — Fórust vegna ásiglingar ................. 13 — Fórust vegna skotárásar ................. 27 — Samtals 240 menn V í K I N □ U R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.