Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 10
betur má fara og ekki er of dýru verði keypt, og ætti það að vera hverjum manni metnaðar- mál að hlúa sem bezt að þeim atvinnurekstri, sem hann ætlar að gera að sínu lífsstarfi. Það er hvorki erfiðara né seinlegra að gera vel, en meðvitundin um að hafa verið trúr í starfinu og fastur ásetningur um að vera það alla tíð, mun færa ykkur sanna vinnugleði og þann menningarbrag, sem skapazt af því að hafa það á meðvitundinni, að hafa hvorki svikið sjálfan sig né aðra, því að skáldið segir: Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en ljúga að sér sjálfum er hvers manns bani. Skipstjórinn, sem fylgist vel með allri starf- semi um borð í skipinu, verður fljótt þess var hverjir eru bezt til forustu fallnir, einnig kom- ast skipstjórar á öðrum skipum að því, og verða slíkir menn eftirsóttir og geta því valið um skip- rúm og komizt á þau skip, sem mest er hagn- aðarvonin og flestar líkur til að komast í betri stöðu. — Þegar þið komið um borð í togara og eigið að fara að vinna þar, er nauðsynlegt að þið setjið vel á ykkur handbrögð vönu mannanna, svo að þið getið sem fyrst tekið þátt í öllum daglegum störfum. Ég þekki einn gamlan og reyndan togara- skipstjóra. Þegar hann kom fyrst á togara, þá stóð hann fram á dekki á meðan verið var að láta út trollið og taka það inn, og hafðist ekki að, en tók vel eftir öllu, sem fram fór. Þetta gekk svo til í tvö skipti, og var skipstjóranum farið að þykja þetta nokkuð einkennilegt, en í þriðja skipið gekk hann til allra algengra verka eins og þeir, sem vanir voru, og sá þá skip- stjórinn hvað hann hafði verið að gera og dáðist að, enda varð þessi maður brautryðjandi í þess- ari starfsgrein hér á landi. Þegar þið farið að kynnast störfunum um borð, farið þið að sýna hvað þið hafið lært, og þar með að þið séuð staðráðnir að beita þeirri kunnáttu hvenær sem hennar er þörf, og eink- um og sér í lagi að auðga andann að öllu því, sem verða má til Öruggrar framþróunar í starfinu. Það er vert að láta þess getið, að nokkur hætta fylgir þessum störfum, sem öðrum, en með því að festa í minni hvernig beri að forðast hættur, kemst það fljótt upp í vana, og set ég hér fram nokkrar reglur þar um. Standið ekki nálægt rúllunum, þegar verið er að slaka eða hífa, því að ef staðið er of nærri getur rúllan gripið stakkinn, og er þá eina vonin að spilmaðurinn geti afstýrt slysi. Takið ekki utan um trawlvírinn, þegar verið er að toga, því ef skrikar út af vírnum, sem alltaf getur komið fyrir, þá ertu kominn með hendina í rúll- una. Eins má vara sig á hlerunum, þeir slást mikið til, þegar vont er í sjóinn, og gefa þyngri högg en nokkur maður getur þolað. En hér er það sem annars staðar, að góð eftirtekt og þekking á starfinu greiðir leiðina til öryggis, og kemur þá í Ijós að ef þið þurfið vegna vinn- unnar að standa nálægt rúllunum, þá standið fyrir aftan þær, þegar verið er að toga, eða þegar vírinn rennur út, en fyrir framan, þegar hann rennur inn. Af þessu verður ljóst, að hægt er að inna þessi störf af hendi án nokkurrar verulegrar hættu, og þarf hver maður að þekkja þetta eins og fingur sína, til þess að gera alla vinnu auðveldari og skemmtilegri, og eykur af- köst og vinnuvöndun, ef maðurinn er sér þess meðvitandi að hann er réttstæður við vinnu sína. — Þegar farið er að hugleiða útgerðarmál af nokkurri þekkingu, kemur fljótt í ljós, að mjög stórar fjárhæðir er þar um að ræða, og virðist mér að hollt og nauðsynlegt sé, að menn sem stunda þesa atvinnugrein, kynmst því allræki- lega, sérstaklega ef þau kynni gætu orðið þess valdandi að fullrar sparsemi væri gætt í með- ferð allra verðmæta, og ef allir eru samtaka getur það numið stórum fjárhæðum til öryggis atvinnuveginum, sem þið ætlið að byggja ykk- ar lífsafkomu á í framtíðinni. Þetta kostar ekki neitt auka erfiði, aðeins rétta hugsun. Þegar útbúa skal togara í veiðiför með nýj- um veiðarfærum, þá kostar eitt trawl með öllu tilheyrandi kr. 46,000,00. Nú eru alltaf trawl á báðum síðum og kosta þá tvö trawl kr.: 92,000,00. Trawlvírarnir eins og þeir, sem nú eru notaðir, kosta kr. 50,000,00. Þá eru komnar kr. 142,000,00. Svo koma allir varahlutir til túrs- ins, sem ekki er ofreiknað kr. 100,000,00 og kosta þá veiðarfærin til túrsins kr. 242,000,00. Svo kemur allt annað sem til þarf, svo sem mannakaup, matvæli, salt eða ís, olía og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Enginn útgerðarmaður er svo óforsjáll, að hann eigi ekki nægar birgðir af útgerðarvörum til næstu túra, því að oft þurfa togararnir mikið af veiðarfærum, þegar þeir koma inn, og ekki ósjaldan að þeir missi trawlið með öllu saman og kannske vírana líka, það sem úti var af þeim, og er það mikið tjón, og erfitt að standast slíkt. Af því sem að framan er sagt, verður ljóst að hér þarf fullrar hagsýni við, og það er sú dyggð, sem þið getið auðveldlega innt af hendi ykkur að kostnaðarlausu, og ég veit að þið eruð fúsir til þess, ef þið skiljið köllun ykkar og stöðu í þjóðfélaginu. í meðferð fiskjarins er margs að gæta, því 1BB V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.