Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Qupperneq 18
FEÐGARNIR Smásaga Framhald úr síðasta blaði. III. Það voru liðin þrjú ár síðan Tom Hartley hvarf að heiman. Þá kom það fyrir, að gamall vinur James Hartley dó. Hann lét eftir sig eina dóttur barna. Þessi stúlka hét Kathleen. Eftir fráfall föðurins var hún einmana. Faðir hennar hafði, að vísu, látið eftir sig dálitlar eign- ir, sem hún átti að erfa. Og þó að þær væru ekki miklar, voru þær þó nógar handa henni að lifa af. James Hartley var viðstaddur jarðarförina og sá Kathleen litlu. Hún var föl og sorgbitin. „Ó-já — það er von“, hugsaði hann. „Þetta er hálfgerður krakki ennþá. Og þó að hún eignist þessar reytur — en þetta er nú ekkert — þá er hún svo óreynd og — svo á hún engan að, sem —. Ó-já, hún er einmana í heiminum — eins og ég“. Þegar hann fór frá gröfinni, gekk hann til hennar, þar sem hún stóð niðurbeygð og grátbólgin, klappaði klaufalega á öxlina á henni — en sagði ekkert, og hélt svo heim til sin. í einverunni ásótti þetta litla, föla og grátfagra and- lit hann — andlit einstæðingsins. En hann reyndi að hrinda því úr huga sér. Héðan í frá ætlaði hann sér ekki að hafa neitt saman við æskuna að sælda. Hún var skilningslaus og vanþakklát. En nokkru seinna, þegar hann sá Kathleen, sem var að fara í búðir, sýndist honum hún vera ennþá fölari og óhraustlegri en hún hafði verið við jarðarförina, og honum fannst, að hann mætti til að tala við hana. Hann stanzaði við hlið hennar og spurði: „Hjá hverjum ertu?“ —og röddin var nokkuð óþýð. „Ég er hjá henni frú Smith, sem býr niðri“, svaraði hún feimnislega. „Humm“, sagði hann, og fór svo inn í búðina sína. Hann stóð þar þögull og bara starði á afgreiðslumenn- ina, þó að þeir væru að tala við hann. Hann gat ekki hrundið frá sér vissri hugsun. Viku seinna kom Kathleen heim til hans, til þess að eiga þar heimili. „Héma hef ég autt herbergi“, sagði hann við hana. „Hérna geturðu verið. Og svo geturðu hjálpað ungfrú Todd, ef þig langar til að starfa eitthvað. Ungfrú Todd verður góð við þig, því hún er góð kona. Og herbergið hefur gott af því, að búið sé í því. Það þarf hvort sem er loftræstingar með“. „Ó, þetta er svo indælt herbergi, fallegt og bjart“, sagði Kathleen. „Mér þykir vænt um að þú ert ánægð með herbergið", sagði gamli maðurinn í innilegum rómi. „Og — og — hver hefur verið í þessu herbergi áður?“ spurði stúlkan. „Hann sonur minn“, svaraði hann, mjög stuttur í. spuna. „Ó, er hann — er hann dáinn?“ „Humm!“ Hann hóstaði nokkuð hörkulega. „Þú getur ekki verið hér, ef þú ert með hinar og aðrar spurn- ingar, unga stúlka". Kathleen hrökk við. Henni brá við þessa breyttu rödd hans. En hann sagði ekki meira og fór út og skildi hana eina eftir í herberginu, sem ennþá var svo margt í, sem minnti hann á liðinn tíma. Kathleen fór nú að taka upp pjönkur sínar, sem ekki voru miklar, og hún kom að kommóðu, sem stóð í her- berginu og opnaði hana. Þrjár af skúffunum voru tóm- ar, en sú fjórða var sneisafull af dóti, sem piltar hafa mest gaman af, svo sem fótboltapeysum, sokkum, ýms- um blöðum, sem varða íþróttir, snærum o. fl. o. fl. Kathleen fór nú ofan til þess að spyrja ungfrú Todd, hvort hún ætti að láta skúffuna vera eins og hún var, eða tæma hana. „Ég ætlaði að vera búin að tæma skúffuna, áður en þú kæmir“, sagði ungfrú Todd. „En þú vilt nú kannske gera það fyrir mig, góða, svona á morgun eða næsta dag“. Og daginn eftir fékk ungfrú Todd henni stóran pappakassa og Kahtleen fór að tæma skúffuna í hann. Hún brosti að ósamræminu i safni unga mannsins, sem ekki mátti nefna. (Ungfrú Todd hafði varað hana við því, að minnast nokkurn tíma á hann við gamla mann- inn). Og Kathleen lét dótið með mestu gætni í kassann. Svo settist hún á hækjur sínar og fór að skoða með mestu nákvæmni smámynd, sem hún hafði fundið í einu horni skúffunnar. Þetta andlit, sem nú horfði á hana — frá ljósmyndinni — var svo fallegt. Það var hraust- legt, göfugmannlegt og lifandi — fannst henni. Var þetta virkilega ljósmynd! Hún varð heilluð — hún varð gagntekin — af Ijósmynd. Svona Ijósmynd hafði hún aldrei séð. Hvernig mundi þá sjálfur veru- leikinn vera? Eða var hún að verða veik? Eða var hana að dreyma? Hún kleip sig eins fast og hún gat í handlegginn. Hana sárkenndi til. Nei, nei, og aftur nei. Hana var ekki að dreyma; hún var glaðvakandi og stálhraust. Hún hafði bara orðið fyrir einhverju, sem hún alls ekki þekkti. Einhverju, sem hún myndi finna til á meðan hún lifði. Hún hafði séð það, sem hún aldrei mundi geta gleymt. Hún hafði séð töfrandi, ungan mann á ljósmynd. í flýti hljóp hún niður til ungfrú Todd, sem var í eldhúsinu og spurði hana, af hverju hún mætti ekki 196 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.