Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 19
tala um hann við gamla manninn. Hvað hafði orðið af unga manninum? Ungfrú Todd hristi höfuðið og svo sagði hún: „Hann var svo ósköp indæll drengur, og mér þótti svo vænt um hann. En hann strauk að heima'n og fór víst út á sjó, þvert á móti vilja föður síns. Og þetta særði svo gamla manninn, að það var nærri búið að gera útaf við hann. Hann hefur aldrei nefnt hann á nafn frá þeim degi. Farðu burt með þessa mynd“. Og Kathleen fór burt með hana. En hún vafði vasa- klútnum sínum utan um hana og geymdi hana svo í handtöskunni sinni. Svo mikil áhrif hafði þessi augna- bliksmynd haft á hana, að hún gat ómögulega látið það viðgangast, að fleygja henni innan um hitt og annað dót í pappakassa. Og Kathleen varð nú brátt hluti af hinni fámennu fjölskyldu, og gamla manninum fannst, að húsið hans yrði honum á einhvern einkennilegan hátt meira heim- ili en það hafði verið svo marga, marga þungbæra daga. Þegar sorgin sefaðist og Kathleen var farin að jafna sig eftir föðurmissinn, varð hún glaðvær og léttlyna og augu hennar urðu hýr og björt, og allt viðmót henn- ar elskulegt. Það var eins og ylríkur geisli hefði verið sendur inn á þetta skuggafyllta heimili, þar sem von- brigðin og nepjan, sem þetta líf er svo fullt af, virtust hafa tekið sér bústað. Og það var eins og henni Kath- leen væri gefið það, að gleðja og hugga aðra, færa öðrum gleði, frið, tz-ú og von. Og sjálf átti hún allt þetta í svo ríkum mæli. Og ungfrú Todd fannst, að hún gæti elskað hana eins og hún væri hennar eigið barn. Hún Kathleen var svo létt og liðug í hreyfingum, þar sem hún sveif um í heldur dimmu eldhúsinu, með eina af stóru svuntunum hennar ungfrú Todd framan á sér, syngjandi og kát og svo dugleg við að hjálpa henni í eldhúsinu. Brátt hætti hún að ávarpa gamla manninn sem „herra Hartley" og nú hrópaði hún í létt- lyndi sínu og æskufjöri: „Frændi!“, þegar hún heyðri að hann var að koma. Þó að James Hartley hafi máske fundizt það, undanfarið, að hjai’ta hans væri orðið að steini, hafði Kathleen ekki dvalið lengi á heimili hans, þegar hann fann, að svo var ekki. Hann fann það bezt, að hún hafði fært hlýju, birtu, yl og einnig örlítinn geisla af von inn í sál hans. Hver vissi hvað fram- undan var! Hann var farinn að trúa því, að það hefði verið mesti gæfudagur ævi sinnar, þegar hann tók Kathleen undir sitt þak. Hún hafði komið með sólskinið með sér inn í hús hans, sem hafði verið svo dimmt síðan hin röddin, glað- vær og elskuleg, hafði hætt að hljóma þar. Og Kathleen skildi vel tilfinningar gamla mannsins. Hún fann, hversu góður hann var henni — og það mat hún. Hún sá, að honum þótti vænt um hana og að sú tilfinning hans jókst með hverjum deginum, sem leið. Og hún fann, að eins og hægt er að græða sár líkam- ans með réttum meðulum, eins er hægt að græða sár hjartans. Og hún fann það líka, að þó að hún væri bara stúlka, var hún að koma honum í sonar stað og að honum var farið að þykja vænt um hana eins og sitt eigið barn. Hún hafði fullt frelsi eins og dætur hinna háttsettu borgara. En hún notaði frelsi sitt vel og hafði óbeit á of miklu gjálífi. Hún gekk í borgaralegu kirkjuna og sótti samkomur hennar vel. Stundum kom hún heim með ungt fólk með sér, og endurhljómaði þá oft hús Hartleys gamla af glaðværð æskunnar. Og þá leit gamli maðurinn stundum til Kath- leenar og ungu mannanna, sem margir voru fyrirmynd- armenn. Og þá var ekki alveg laust við að hugur hans fyndi til ótta. Skyldi hún nú líka verða tekin frá honum — tekin burt af heimili hans? En Kathleen hafði engar sérstakar mætur á þessum ungu mönnum, sem hún kynntist í samkvæmum. Marg- ar af vinstúlkum hennar trúlofuðust. En það leit út fyrir, að hún vildi heldur vera heima hjá honum „afa“ — eða „frænda", sem hún var nú farin að kalla gamla manninn, og honum líkaði það vel. Einn þessara ungu manna, Peter Cleyton hét hann, bað hennar tyisvar. En hún neitaði honum, kurteislega, en ákveðið. „Er nokkur annar?" spurði hann í bænarrómi. Hún leit snögglega undan. Var nokkur annar? — ljós- mynd — hálffölnuð augnabliksmynd. Var hún einhver annar?“ Hún sæi hann máske aldrei. Og jafnvel þótt hann ksemi heim, var ekki víst að hann vildi líta við henni. En hún gat ekki játazt Pétri, eða neinum öðrum manni. Hún átti enga ást til að gefa. Hún var búin að gefa sína ást. Og nú fann hún svo greinilega hvað það hafði verið, sem hertók hana fyrir tveimum árum. — Það var ástin. Hún var ást- fangin af ljósmynd — af þeim manni, sem myndin var af. En var þetta aðeins fagur draumur? Nei. Hún Kathleen með fallegu, fjörlegu og glaðlegu augun sín og fagra brosið sitt, var ánægð með að vera hjá honum „afa“ sínum og hjá kettlingnum sínum, sem hann hafði gefið henni á síðasta afmælisdeginum hennar, af því að hann hafði komizt að því, að hana langaði til að eignast hann. Og Peter Cleyton hafði oftar en einu sinni sagt svo beizklega, að hann héldi, að hún elskaði meira kettl- inginn sinn en nokkuð annað, nema þá hann „afa“ sinn. Og hún hafði samsinnt honum með mestu kæti. IV. James Hartley gekk í hægðum sínum heim á leið frá búðinni sinni. Hann var þreyttur þetta kvöld — og minningarnar ólguðu í huga hans. í kvöld voru liðin nákvæmlega fimm ár frá því að hann Tom hans hafði yfirgefið hann. Og hugsun hans um það kvöld geystist fram fyrir hverja aðra hugsun, sem hann reyndi að fá fram. Hann gat ekki hugsað um neitt annað. Já, hann var þreyttur. En hann reyndi af öllum mætti að losa sig við þessar sáru hugsanir. Og hann hristi sig og skók af alefli til þess að missa ekki kjarkinn. Hann þröngvaði sjálfum sér til þess að hugsa ljúfari hugs- anir — hugsa um hina persónuna, sem nú var farin að fylla upp í auðnina í hjarta hans. Hann fór að hugsa um sólargeislann, sem honum hafði verið sendur til þess að hugga hann. Hann var að ganga fram hjá búð, þar sem seld voru leggingabönd, snúrur og fleira handa kvenfólki. Og það leið svolítill vottur af brosi um varirnar. Hann fór inn í búðina og keypti — handa henni Kathleen — VÍ K I N □ U R 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.